Ég er mikið á netinu, eins og aðrir hér á Huga. Meðal annars les ég mbl.is og visir.is á hverjum degi. Nú nýlega breytti mbl.is um viðmót og er orðinn aðeins meira í takt við tímann. Eins hafa þeir aukið við umfjöllunarefni sín sem er náttúrulega bara gott mál. Þess skal getið að ég hef alltaf haft meira álit á Mogganum en Dagblaðinu, sem mér finnst stunda múgæsifréttamennsku sem mér finnst eiga lítið skylt við raunverulegan fréttaflutning. Annað sem Mogginn hefur líka haft fram yfir Dagblaðið er málið. Íslenskan sem notuð er í Morgunblaðinu er ólíkt betri en sú sem notuð er í Dagblaðinu, bæði málfarið, stafsetningin og setningaskipanin. Nú ber hins vegar svo við að með þessu nýja útliti á mbl.is hefur fréttamennsku þeirra hrakað mikið, og nú birtast dag eftir dag fréttir sem þeir hafa ekki einu sinni þýtt úr ensku, en afritað beint af erlendum fréttavefjum. Þessar fréttir eru síðan sjaldnast leiðréttar eða þýddar, heldur standa þær óbreyttar dögum saman eða eru látnar hverfa með öllu í hasti.
Góðu fréttirnar fyrir þá mbl.is menn eru þær, að visir.is virðist hafa tekið tillit til minnkandi samkeppni og gerir því minni kröfur til sinna fréttamanna og kvenna, sem þó voru allt of litlar fyrir. Ritstjóri mbl.is þarf að sinna vinnunni sinni aðeins betur, en Frjáls Fjölmiðlun þarf að senda vísismenn á stíft námskeið í íslensku og blaðamennsku. Það er hins vegar ekki víst að það sé nóg, og til öryggis held ég að þeir ættu að reka sinn ritstjóra og skipta um stefnu í fréttaöflun.
-oink oink flop flop-