Hver hefur ekki pælt í hvað heppni eða óheppni sé? Örugglega allir.
Samt eru einstaklingar sem eru heppnari en aðrir á meðan sumir elta óheppnina!

Ætli maður geti stjórnað örlögum sínum með það í leiðarljósi að vera heppinn?? Ég veit ekki og ég efast um það, Nema?? Já nema maður lítur soleiðis á hlutina, ég ætla að reyna gera lítið og ég ætla að passa að hafa nóg fyrir mig og fjárfesta lítið! “Þá segja sumir fjárfesta lítið??)

Það vita nú allir hvað peningar geta verið dásamlegir og jafn verið hryllingur. Peningar stjórna því að fólk sveltur út í heimi og það eru stríð út um allt, og afhverju að fjárfesta þá lítið?? Jú þú tekur lán fyrir íbuð eða húsi í 40 ár og síðan fylgir því skuldabréf, annað skuldabréf, hús, sjónvarp og allt sem maður þarf til að nálgast plebbann í manni! ”Og þá segja sumir, er þetta ekki bara normalt í þessu þjóðfélagi) Ég myndi segja Nei!! Strax og þú ert búin að skrifa undir, þá ertu komin nær þessari brún að eitthvað gæti gerst! Við vitum öll að við getum veikst eða eitthvað gæti komið fyrir að hlutirnir raskast hjá manni og jafnt það að við vitum ekkert hvernig ástandið hérna á íslandi verður næstu 40 árin, og er þá í lagi að skuldbinda sig við hús og þessi skuldabréf??
Síðan veit maður ekki, kannski sleppur maður við allar jarðsprengjur og lifir hamingjusamur næstu 40 árin eins og keisari í kína. “Haldið það virkilega??”

Ætli maður geti ekki sagt að maður er sinn eigin gæfusmiður, allt sem þú gerir getur haft áhrif á þig eða aðra næstu árin, svo hvar er heppnin?? Er það ekki heppni að finna búnt af 5000 kr út á götu, því miður þá hlýtur einhver hafa verið óheppinn að tapa þessum pening! Þá getur maður sagt “ummm, þetta hlýtur að vera peningurinn sem ég bað Guð um daginn!”
Held ekki.. hehehe..;)