bara svo allir séu á sömu nótunum þá kemur narsissisti af orðinu narcissism: EGOISM, EGOCENTRISM. þá vitum við það.

Eins og hinir narsissistarnir, þá held ég að ég hafi yfirleit rétt fyrir mér. Ég vil þó benda á að flestir eru narsissitar og þá sértaklega hér (á huga). Yfirleitt fylgist ég bara með og hef yfirleitt engan áhuga á að taka þátt í umræðunni. Mér finnst flest allir (og skil ég ekki mig útundan eða aðrar þjóðir) vera óttalegir vitleysingar og eyða allt of miklum tíma í að rökræða sína vitleysu og annarra.

En núna vil ég koma minni skoðun á framfæri. Er þessi ákvörðun upp sprottin út frá greininni “íslendingar eru hálfvitar” sem var víst heitasta umræðuefnið um helgina. Og er þetta umræðuefni dálítið umdeilanlegt.

Það er víst orðið svo að það er álitin heilagur sannleikur að ísland sé besta land í heimi og er orðið svo yfirþyrmandi að það má ekki tala um neitt neikvætt um landið án þess að einhver verði alveg brjálaður. En enginn getur komið með nein ný rök en þessi klisjukenndu rök: vatn, ekkert stríð, lítil glæpatíðni… þó að til séu mörg önnur rök. En það er ekki það sem mig langar að benda á, persónulega veit ég alveg að það er mjög gott að búa á íslandi, alveg eins og það er mjög gott að hafa fasta vinnu, með föst mánaðarlaun. En það þarf samt ekki að vera að öllum líki sú vinna. Alveg eins og það getur verið að ekki öllum líki vel við að búa hér. Persónulega finnst mér ekkert gott að búa á íslandi, þótt það sé alveg svo sem gott að búa hér lífsgæðalega séð. En mér líður ekkert sérstaklega vel hér. Ég býst við að nokkrir séu núna orðnir pirraðir og farnir að hugsa eitthvað í þessa áttina: “farðu þá bara eitthvað annað (helvítis fiflið þitt),” og er það þessi hlutur sem er einmitt einn af þeim hlutum sem gerir það að verkum að mér finnst ekkert sértaklega gott að búa hér. Það er þessi yfirgangsama frekja að ætlast til þess að allir séu sammála manni um það að það sé best að búa hér, þá sérstaklega ef þeir/þau hafa ekki búið einhvers annarsstaðar í heiminum.

Að verða bálreiður yfir því að einhver er ekki sömu skoðunnar og maður sjálfur, er órökstudd tilætlunarsemi og hrein frekja. Það má líkja þessu við hinn góð kunna Bush: “if your not with us, your against us(and probably one of the axes of evil).” Oft er þetta sama fólk að fussa yfir því að ofstækis menn séu bálreiðir þegar einhver er ekki sammála þeim í trúmálum, en (afsakið orðbragðið) skíta næstum á sig af bræði ef einhver segir eitthvað slæmt um ísland (hvað þá ef það er íslendingur). Ég vil benda á það að það eru ekki foréttindi að hafa fæðst á íslandi, það er einungis tilviljun, eins og það er tilviljun hvaða kyn við fæðumst eða hvort við fæðumst rík eða ekki (eða hvort við fæðumst yfir höfuð). Og hvort þér líki við þetta land er alfarið upp á þig persónulega komið, og er það einn af þeim kostum (eða allaveganna þá var það þannig) að þú hefur fullan rétt til að hafa þá skoðun.

Eitt annað sem mig langar að tala um er “þjóðar stoltið,” það er að segja það stolt; að vera stoltur yfir því að vera íslendingur út af árangri einhvers annars íslendings. Það að einhver annar nái langt getur verið ánægjulegt, en ekki vera stolt/ur af því að einhver annar náði langt. Það er ekki þjóðfélagið sem kemur fólkinu áfram það er þeirra eigin vilji til að ná langt og er það nær alltaf gert af persónulegum ástæðum. Ég er ekki stoltur af því að vera íslendingur af því að einhver út í bæ náði langt, það hefur ekkert með mig að gera. Það er eins og ég sagði að það er ekki þjóðfélagið sem kemur fólkinu áfram með stuðningi, heldur er það notkun (notkun í þessu til efni er ekki neikvæð) fólksins á þjóðfelaginu sem kemur því áfram. Eins og ef ég ætlaði að skrifa bók þá fengi ég engann styrk fyrir það nema að leitast eftir honum. Ég tel það ekki rétt að ræna afrekum annara til að upphefja sjálfan sig, en það er ekkert að því að samgleðjast manninum eða konumni svo mikið að maður fyllist lotningu.

En það að sumir séu stoltir yfir því að vera íslendingar út af afrekum annarra er nú ekki alveg það sem fer dálítið í mig, heldur það að ef þú vilt vera stolt/ur af afrekum annara íslendinga þá ættirðu líka að skammast þín fyrir það að vera íslendingur þegar þeir eru að gera eitthvað af sér, þó sérstaklega í útlöndum. Það þýðir ekki að vera alltaf að upphefja sjálfan sig á öllu hinu góða og hunsa hið neikvæða. Ef þú vilt vera stolt/ur íslendingur þá verður þú að taka ábyrgð á því að vera íslendingur!!!

Það á ekki við rök að styðjast að vera stoltur af því að vera af einhveru þjóðerni. Það er eins og að vera stoltur af því að vera mannvera. Að fæðast á íslandi og að vera uppalin/n hér er bara staðfesting á því að þú sért íslendingur, en ekki eitthvað sem þú hefur unnið þér inn fyrir. Það að vera stoltur yfir því hvað landið sitt er æðislegt hefur ekki rétt á sér nema að maður hafi stuðlað að því að gera það betra. Eins og Andy Roony sagði eitt sinn við samlanda sína eftir að hafa fengið nóg af þjóðrembingi þeirra: “don’t be proud because your country is great, it’s not you who made it great… eða eitthvað þannig.” Ekki það að ég sé að segja að það sé rangt að vera stoltur af því að vera íslendingur, mér finnst bara ekki vera nein góð rök fyir því, en mér er nú samt sem áður nokkuð sama um það hvort fólk sé stolt af því að vera íslendingur, það kemur mér óttalega lítið við.

Annað sem ég vil benda sumum á, svona í lokin, er að ef þið viljið ekki fá útlendinga til landsins þá skulið þið líka halda ykkur heima og ekki vera að troða ykkur upp á aðrar þjóðir, það er ekkert eins pirrandi og að hlusta á einhverja túrista kvarta yfir útlendingunum á meðan þau eru í útlandinu, ef þér líkar ekki úlendingarnir eða útlandið haltu þig þá heim og leyfðu okkur hinum að njóta þess að vera í útlöndum!!!

Ps. Ef það er einhver þarna úti sem er fúll yfir því að ég skuli ekki lofsyngja ísland sem land guðanna og mikilmennanna, og vilja mig burt úr landi, þá þurfið þið ekkert að örvænta ég er að vinna í því að flytja burt. Þó er það ekki af því að mér finnst óþægilegt að búa hér, heldur er það meira út af öðrum persónulegum ástæðum.