Hvernig er að vera tvíkynhneigður unglingur? Ég er 16 ára (17 í júní) ára unglingur og ég er tvíkynhneigður. Leyf mér að
útskýra það betur…..

Hvernig er það? Það er skringileg tilfinning. Tvíkynhneigð getur verið
mjög ruglandi og hún getur gert mann soldið brjálaðann en eftir smá tíma
verður maður vanur því. Getur tekið mánuð, ár eða áratugi. Það er óhætt
að segja að það eru fleiri tvíkynhneigðar stelpur í heiminum en strákar.
Mest því ef þú ert tvíkynhneigður strákur ertu bara hommaittur, flestum
finnst það bara. Jafnvel mínir eigin vinir. Að fá það í kollinn þetta
tvíkynhneigða skilti er eins og að vera sparkaður í magann meðan einhver
borar í hnéskelina og kæfir mann á tímabila fresti með kodda og svo eftir á
ælir maður stanslaust á köttinn sinn. Og það nokkuð oft. Allavega var
þetta svona fyrir mig. En eftir u.þ.b 1 ár hef ég vanist því loksins. Samt á
ég vini sem gera það erfitt stundum sem eru sumir mjög Biphobic (sem er
ekki það sama og Homophobia) og telja tvíkynhneigð bara bull og að ég
muni verða samkynhneigður á endanum. Hjá sumum þeirra er allt svart
og hvítt. Enginn getur hatað fávisku meir en ég.

Byrjunin: Til dæmis ég fattaði fyrir stuttu að ég var tvíkynhneigður þegar
ég var 12 ára! Það er alltaf þetta experimenting skeið hjá fólki en ég hafði
alltaf áhuga á báðum og geri það enn. En málið er að á þeim aldri vissi ég
varla hvað kynhneigð var. Það var ekki fyrr en 14-15 sem ég byrjaði að
fatta hvað ég flokkast undir.
Það sem ég segi nú og sem aðrir tvíkynhneigðir mundu líklega segja. Að
halda að þú sért gagnkynhniegður og fatta annað er eins og tilvera manns
hrynji og heimurinn springi í loft og maður þarf að endurbyggja hann með
höndunum. Það eru 4 skeið sem fylgja þegar maður er að gruna
tvíkynhneigðina sína.

1) Afneitun. Afneitun er hræðileg. Maður veit ekki neitt. Tilvera manns er
í vafa og manni líður eins og heimurinn sé að hlægja að manni.
2) Ruglingur. Unglingaskeiðin gera manni það að láta kynhneigðina
fljúga um stjórnlaust.
3) Jafnvægi. Maður er sáttur og líður betur með tvíkynhneigðina og er
byrjaður að lifa lífinu aftur eins og einn vill.
4) Tvíkynhneigður. Á þessu stigi er einn alveg kominn í sátt við allt
saman. Allt rennur saman og verður það sem þú vilt. Og svo gerist það að
maður óskar þess að vera alltaf tvíkynhneigður.

Það þarf líka að vita að tvíkynhneigð er ekki 50-50. Hún er fjölbreytileg
eftir fólki. Það er líka til Kinsey skalinn sem mælir kynhneigð.

0 gagn
1 gagn-bi
2 Bi-gagn
3 Bi
4 Bi-Sam
5 Sam-Bi
6 Sam

ég er bara á 3 held ég. Ef þú ert á 0, þá æliru hvert skipti sem þú sérð
manneskju af sama kyni allsber eða ert mjög mótfallinn því. sama með 6
bara hitt kynið. Flestir eru á 1 til 5 en samt sumir á 6 og ekki það
margir á 0.

Heimurinn í kring:
Fólk kannski veit eða veit ekki en tvíkynhneigð er algeng. Það er bara á
þessum tímum að það verður algengara út af fordómum eldri daganna.
Þá voru tvíkynhneigðir neyddir til þess að velja ´réttu hliðina´. En ekki
misskilja, það eru heilmargar stelpur tvíkynhneigðar en sumar bara því
þeim finnst það cool. En tvíkynhneigð er algengari en samkynhneigð eins
og nýlegar kannanir sýna.

Heimskar spurningar:
Man þegar vinir mínir fréttu þá spurðu sumir heimskulegar spurningar eins
og…..
1.Hvernig veistu að þú ert Bi ef þú hefur ekki verið með öðrum gaur?
2.Af hverju fílaru gaura líka?
3.Fílaru ekki stelpur lengur?

Svör.
1. Hvernig veit maður að einn sé gagnkynhneigður án þess að hafa verið
með stelpum/strákum. Þetta gerist bara venjulega hjá mörgum. Hjá mér
þá vissi ég það einfaldlega eins og margir aðrir.
2. Ég hef ekki hugmynd. Af hverju fíla gagnkynhneigðir hitt kynið bara?
Oftast er það því þjóðfélagið sagði þeim það. Ég þróaði mína eigin
kynhneigð, hafði ekkert að gera með þjóðfélagið.
3. Ég fíla þær alveg jafn mikið og aðra gaura, jafnvel meira. Fer eftir fólki.


Misskilningar:
Samkynhneigð og tvíkynhneigð er ekki það sama eins og sumir halda.
tvíkynhneigð og gagnkynhneigð er ekki heldur það sama. Þetta eru 3
mismunandi flokkar. Ég er ekki hommi, ég er tvíkynhneigður. Ég er ekki
hálf-hommi eða semi-hommi. þá gæti ég alveg eins verið semi-straight.
Ég er tvíkynhneigður. Og nei, ég hegða mér ekki eins og stelpur. Ég fíla
ekki Legally Blonde eða er ég einhver stelpa wannabe (ég er ekki að
benda til þess að allir samkynhneigðir séu þannig heldur). Ég er alls engin
stereotýpa. Ég er furðuleg manneskja samt, eins og þeir sem þekkja mig
myndu segja. Ekkert útlit, enginn klæðnaburður né skap getur sagt um
kynhneigð manna. Tvíkynhneigð mín kom meira að segja mér að óvart.

Tvíkynhneigð er örugglega flóknasta kynhneigðin sem er í gildi. Það tekur
tíma að venjast því. En þótt þú ert tvíkynhneigður þarftu ekki endilega að
vera með báðum kynjum. Þú getur alveg verið með einu kyni aðeins eða
meira en hinu eins og þú vilt. Eftir 10 ár gæti ég verið með konu en en
verið tvíkynhneigður eða hinsegin.

Ef þú vilt segja mér hve tilgangslaust þetta var ekki segja neitt þá.

Annars þá vil ég alveg heyra ykkar álit?