Ok.. ástæðan fyrir að ég skrifa þessa grein er að greinarnar um Ísrael - Palestínu eru oft gagnrýnar á aðrahvora þjóðina og oft veit fólk ekki hvað það er að tala um.

Ég ætla að byrja á því að segja að ég styð hvorug löndin. Því það er mjög erfitt fyrir mig að taka afstöðu þar sem essi ágreiningur er mjög flókin og á sér rætur að rekja langt aftur í tíman.

En ég ætla að byrja á að koma með smá info um Palestínu og stofnun Ísraels o.s.fr.v..

Um aldamótin 1900 voru flest lönd araba hluti af tyrkjaveldi. Nema Egyptaland það var verndarríki breta. Egyptaland var landfræðilega mikilvægt svæði vegna Súezskuraðarins sem var aðalsiglingaleiðin til Indlands. Árið 1908 varð skurðurinn enn mikilvægari vegna olíu sem bretar fundu á persaflóa. Og fljótt eftir það urðu Breta mjög hræddir því að þjóðverjar höfðu gert samkomuag við tyrki um að lenga Berlín - Bagdad járnbrautina til þess svæðis . Í fyrri heimstyrjöldinni náðu Bretar og Frakkar að espa arabaþjóðirnar til uppreisnar gegn tyrkjum, gegn því að fá sjálfstæði. Margir arabar höfðu í huga að stofna stórt velferðaríki að vestrænni fyrirmynd. En bretar og frakkar fóru þvert á bak við loforð og sömdu um að skipta svæðinu á milli sín.

Og árið 1917 hvatti utanríkisráðherra breta til stofnun heimkynnis gyðinga í Palestínu. Tilgangurinn var að tryggja sér stuðnings gyðinga um allan heim.

Sú hreyfing sem barðirst fyrir heimkynnum gyðinga í Palestínu var kenns við SÍONISMA..

Eftir fyrri heimstyrjöld var svo arabaríkjunum skipt á milli Bretta og Frakka. Bretar fengu Írak, Jórdaníu og Palestínu.

Árið 1920 fóru gyðingar að flytjast til Palestínu og miklum mæli. Þjóðabandalagið hafði lagt blessun sína yfir það og því var þetta gert. Arabar fengu engu ráðið um þetta.

En síðan fór taflið að snúast, Bretar vildu ekki storka aröbum vegna nýja olíulinda sem þeir fundu, og byrjuðu að tala um að palestína ættti ekki að vera “land gyðinga” í sama skilningi að England er “enskt land”

En þegar Hitler komst til valda stórjókst gyðingaflótti frá þýskalandi og settur þeir margir að í Palestínu, palestínumönum til mikils ama, og loks gerðu þeir uppreisn gegn bretum og gyðingum, og þá féllust bretar á að takmarka innflutining gyðinga. Enn undir lok stríðsins hófu gyðingar skæruhernað gegn bretum vegna þess að þeir óttuðust stöðu breta gagnvart Palestínu. Árásirnar mögnuðust eftir að breta snéru skipum gyðinga sem ætluðu sér að setjast að í palestínu við og sendu þau í burtu.

Að lokum árið 1947 vísuðu bretar málinu til SÞ. Allsherjarþingið samþykkti áætlun um að gyðingar sem þá voru 40% af íbúunum fengju 56% af landinu og Palestínumenn hinn helminginn.

Áætlun þessi gerði ráð fyrir að Bretar myndu hverfa frá Palestínu innan sex mánaða. Þetta var blóði drifið tímabil því að öfgahópar gyðinga reyndu eins og þeir gátu að flæma gyðinga af landi sínu.
Í Apríl 1948 myrtu gyðinga öfgasamtökin Irgun Zwai Leumi 250 manns konur,karla og börn á svæði sem var meira að segja ætlað aröbum. og í maí sama ár var Ísraelsríki stofnað. Stuttu eftir það kom svíinn Folke Bernadotte ti Ísraels með tillögur frá SÞ sem gerðu ráð fyrir skertum hlut ísralea en hann var myrtur af ísraelskum hryðjuverkasamtökum. Þegar vopnahlé var samið 1949 höfðu Ísraelar lagt undir sig 75 % af landinu.

Ég vill einnig koma því að mér finnst alveg fáranlegt þegar fólk er að verja dráp ísraela á leiðtoga þekktra hryðjuverkasamtak sem hafa borið ábyrgð á fjölda drápum á saklausum borgurum.

Og ég varð svoo rosalega hissa þegar ég sá í fréttunum formann Ísland-Palestína samtökunum sitja á léttu spjalli við hryðjuverkamann ( Sheikh Yassin ) . Hvað ætli þeir hafi annars verið að tala um ? kannski hvar þeir ætluðu að sprengja sig næst í hel.. kannski í strætisvagni eða veitingahúsi eða hei ég veit enn betra kannski barnaskóla.

Annars er þetta flókin umræða og eins og mál standa núna eru bara hvorugar þjóðirnar að taka neitt á málinu, og því ætla ég að fordæma þær báðar í staðin fyrir að taka málstað einnrar þjóðar.


Heimildir:Heimsbyggðin 2 mannkynsaga eftir 1850 . Útgefandi: Mál og menning 1994