Ég er búinn að vera með hausverk yfir ýmsu að undanförnu og er ekki ánægður með það, eins og allir vita þá voru sprengingar framkvæmdar í Madrid um daginn og eins og einhverjir líklega vita þá er talið að það hafi verið Al-qaita sem framkvæmdu þær til samans með terrorista hóp frá böskum sem vilja fá sjálfstæði en eitt annað:
Þegar Bandaríkin gerðu árásir sýnar á Írak voru það margar þjóðir sem lögðu stuðning sinn við þetta og meðal annars Spánn, Danmörk og Ísland, talið er að hryðjuverkamenn vilja ná hefnd sinni á öllum þeim þjóðum sem studdu þetta, þau eru þegar búin að ráðast á Bandaríkin og núna á Spán, þá er það sem veldur mér áhyggjum hve langt þeir eiga eftir að fara, ég veit nú ekki hvort þau leggja eitthvað í það að ráðast á okkur sem smáþjóð en hverju á maður að treysta, þetta veldur mér hræðilegum áhyggjum, líka með Danmörk.
Eitt í viðbót sem er búið að vera að sveima um hausinn minn að undanförnu, sérstaklega í 3 mínútna virðingarþögninni fyrir Spáni í dag og það er að þessir hryðjuverkamenn vilja setja bombur sínar á þá staði þar sem er mikið af fólki og eitt sem er upplagt fyrir það eru Ólympíuleikarnir sem margir eru búnir að forðast við að fara á, nokkrir íþróttamenn hafa gjörsamlega hætt við að skrá sig, þetta er bara það eina en hitt veldur mér meiri áhyggjum og það er Eurovision sem er í hættulegu landi að þessu sinni - Tyrklandi, hver veit, það er til snar klikkað fólk í heiminum og maður veit aldrei hvað það gerir….