Mér datt í hug að skrifa þessa grein eftir árásina 11. mars sem var mjög sorglegur atburður. ATHUGIÐ ég er ekki að segja að ETA sé viðriðið við árásina! þetta er bara grein um Sjálfstæðisbáráttu Baska og hvort þeir eigi að fá sjálfstæði eða ekki :D

Um þjóðernisstefnu og sjálfstæði:
Oftast er fjallað um sjálfstæði á þann hátt að nauðsynlegt sé að þjóð sem talar sameiginlega tungu þurfi að ráða sér sjálfri, geta stjórnað sjálfri sér. Það er kallað pólítískt sjálfstæði.
En það er líka til hugtakið efnahagslegt sjálfstæði. Þá er átt við að til þess ða sjálfstæði þjóðar sé tryggt þurfi hún að ráða eigin efnahagsmálum, eiga þau fyrirtæki sem rekin eru í landinu, ráða peningastefnu og seðlaprentun og öðru slíku.

Ef við tökum mann sem dæmi sem stefndi að þessum markmiðum fyrir þjóð sína þá er það Jón Sigurðsson.

Baskar eru þjóð sem býr við Biskayaflóa, báðum megin við landamæri Spánar og Frakklands. Þeir sem tala basknensku og teljast til baska eru um 700.000 eða 100.000 í Frakklandi og 600.000 í Spáni. Nær allir baskar tala annaðhvort spænsku eða frönsku. Basknenska er sérstætt tungumál og tilheyrir ekki indó-evrópska málahópnum. Þetta er mikil sérstaða en samt hafa Baskar aldrei verið sjálfstæð þjóð. Baskar voru einu sinni eins og Íslendingar, það er þeir töluðu eigið mál og höfðu sjálfræði. Þetta breyttist eftir frönsku byltinguna þar sem Basknenska var bönnuð í Frakklandi (slakað á því banni 1951). Á Spáni byrjaði sjálfstæðisbarátta Baska árið 1894 undir kjörorðunum “Guð og hefðbundin lög” Sú sjálfstæðisbarátta er enn í gangi en flestir Baskar vilja þó bara takmarkaða sjálfstjórn en fullt sjálfstæði. Baskar hafa átt við högg að sækja frá Spáni líka þar sem einræðisherrann Franco bannaði tungumál þeirra.

En eitt vandamál hafa baskar þó. Segjum sem svo að þeir fengu eigið ríki og fengu að stjórna því þá yrðu afleiðingarnar líklega slæmar. Baskar eru búnir að blandast um of Frökkum og Spánverjum, einnig lifa Frakkar og Spánverjar í miklum mæli inná svæðum þeirra og það yrði mikið vesen. Við Íslendingar þurftum ekki að berjast við svona vandamál þar sem fátt var um Dani á Íslandi og flestir Íslendingar lifðu á Íslandi. Samt eru margir hlutar í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga líkt með sjálfstæðisbaráttu Baska, nema það að Baskar hafa verið frekar óheppnir. Meðan við Íslendingar fengum nokkra Danakonunga sem voru frekar góðir við Íslendinga og hjálpuðu okkur að öðlast sjálfstæði þá hafa Baskar lent á mönnum eins og Franco og öðrum illmennum.

Má líka böskum við Íra þar sem Írar hafa lengi vel barist fyrir sjálfstæði sínu geng Englendingum, vandinn er að sjálfstæðisbaráttur þessara beggja einkennast af átökum og blóðsúthellingum og enginn lausn er á vandamálum þeirra.

Spurningin er bara, eiga baskar að fá sjálfstæði eða eiga þeir að vera takmarkaða sjálfstjórn, eða eigum við að láta þá vera undir Frökkum og Spánverjum þangað til þeir blandast báðum þjóðunum og mikið og menning þeirra deyr út?

Snoother - frjálsar Færeyjar ;) :D
Snoother