Það vita líklegast allir að Greenpeace stendur núna fyrir undirskriftalista og er að reyna að fá fólk til lofa því að ferðast til Íslands ef að hvalveiðum verði hætt.
Til að reyna að fá okkur til að hætta að veiða þessa örfáu hvali, halda þeir því fram að við séum að drepa ferðamannaþjónustuna með veiðunum. Ég hef ekki séð það neitt í fréttum núna að þetta hafi haft einhver áhrif (endilega leiðréttið mig ef ég ber fram rangt mál,ég fylgist nokkuð vel með fréttum en maður getur alltaf misst af einhverju).
Það voru nokkuð háværar raddir um hvalveiðarnar fyrst en það þarf eins og maður veit…ekkert að tákna að það séu margar raddir. Síðan getur verið að fólki hafi, eins og með svo margt annað, bara einfaldlega orðið sama um þetta og ekki nennt að hafa fyrir að berjast eitthvað að ráði fyrir málstað sínum.
Nema hvað að núna eru þeir búnir að hafa listann uppi í rúma tvo mánuði og aðeins komnar um 26 þús undirskriftir. (Já mér finnst það vera “aðeins” miðað við fjölda fólks í heiminum og hvað þeir sögðu að margir myndu drífa sig að skrifa undir).
Sem dæmi má nefna að síðan að American Idol þátturinn þar sem William Hung kom fram (það virðast allir vita núna hver það er :p hehe) hafa safnast 76470 þús undirskriftir um að fá hann aftur í þáttinn! Sá þáttur var einnig sýndur fyrir um 2 mánuðum.

Ég efa það líka að þótt að þeir kæmust upp í 50 þús fyrir júní að ríkisstjórnin okkar myndi hlusta á þá. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þessir ferðamenn komi? Og þó svo að þeir komi, mun það tryggja eitthvað betur ferðamannastraum framtíðarinnar?

Til að sýna hversu svakalega svartsýnir þeir eru um ástandið hjá okkur má benda á þetta “jólakort”, sem reyndar er bara þrælfyndið en það á víst ekki að vera þannig :p

http://www.greenpeace.org/multimedia/download/1/3 74482/0/oddo.swf

Mér finnst þessar hvalveiðar hjá okkur í lagi. Það er ekki eins og við séum eina landið sem erum að veiða hvali. Það virðist bara ekki vera sama hver það er, við erum lítið land og kannski halda þeir að útaf því séum við viðráðanlegri?
En hvað finnst ykkur um þetta mál?
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making