Ég er nýstaðinn upp frá imbanum eftir að hafa horft á “Mótmælandi Íslands” á Rúv.
Mikið rosalega hafði þessi heimildarmynd áhrif á mig. Örsjaldan hafði ég rekist á þennan mann á götum Reykjavíkur, og ef svo var þá stimplaði ég hann einfaldlega sem eitthvað bilað manngrey. Skildi ekkert hvað hann var að reyna að segja með öllum skiltum sínum.

En núna, eftir að hafa séð hvernig saga hans er, í hverju hann hefur staðið í, og stendur enn, skil ég alveg hvert hann er að fara. Og þar hefur hann alveg rétt fyrir sér. Ég styð alveg sem hann segir, þó ég geti ekkert hjálpað honum með það að neinu leyti.

Nú er svo komið að þessi maður, Helgi, á mikið bágt núna, hann hefur staðið í þessu struggli sínu í meir en 50 ár, og hefur líf hans snúist eftir því. Hann er atvinnulaus, sennilega bara á ellilífeyri sínum, og á meðan kona hans lifði þá þurfti hann að sjá um hana, þar sem hún lá rúmföst, veik.
Nú er hún látin, 11.mars '03, og finnst Helga hann hafa hrakað eftir það. Hvað getur greyið maðurinn annað gert ? Ríkisstjórn hefur heldur betur hunsað hann undanfarna áratugi. Maðurinn er aleinn í ellinni og á engann að, einn með sinn málstað, og stimplaður bilaður á geði af fleiri en færrum, þar sem enginn vissi hvað hann var að reyna að koma til skila.

Það sem hann er að berjast fyrir er, einfaldlega það að hann hafi slitið skírn sinni árið 1966, og að hann hafi játað og viðurkennt trú sína á guði hefur hann tekið til baka, og þetta vill hann einfaldlega fá skráð í þjóðskrá, þar sem stendur nú ENN að hann sé skírður Helgi Hóseasson.

Ég bara skil ekki, hvers vegna Hagstofan getur ekki afskráð skírn Helga ? Hver eru rökin fyrir því ? “Mannalög ná ekki yfir svona lagað” eins og koma fram í myndinni, þetta er fráleitt. Hagstofan hefur einfaldlega neitað í fyrstu, svo hefur þetta undið uppá sig, eins og þegar tveir krakkar rífast og einn neitar að hann hafi rangt fyrir sér, og síðan þegar málið er orðið stórt finnst barninu erfitt að viðurkenna mistök sín. Erfitt að útskýra, en sennilega hafa flestir lent í einhverju svipað lagað.

Mín skoðun er að þessi maður hafa allan rétt til þess að fá afkráða skírn sína sem barn, hvers vegna ekki ?! Hann er búinn að berjast fyrir þessum rétti sínum núna í mörg mörg ár og hefur ávallt verið hunsaður, sem leiddi til þess að hann fór að gera ýmisslegt “róttækt” eins og að sletta tjöru á ráðhúsið (ef ég man rétt) og sletta skyri á háttsetta þingmenn. Einfaldlega vegna þess að ekki var tekið mark á honum og hann þurfti að vekja athygli á málstað sínum.
Núna er hann ennþá að mótmæla með skiltum sínum, sem mér finnst vera mjög vel gerð, hann leggur greinilega mikla vinnu í þau, þó lítið sé tekið eftir þeim. Nú er hann gamall og sennilega þreyttur, spurning hvort hann nenni að standa í þessu, trúi því samt. Og á hann bara að deyja með þessu, grafinn og allt það sennilega þó hann væri algjörlega á móti því. Mér finnst það ekki réttlátt. Hann á meira skilið.
Þetta er barnalegt af kirkjunni og Hagstofunni, finnst mér, ég er reiður útí þetta lið. Ég einfaldlega vorkenni manninum, mér finnst hann miklu meira skilið.
Langar helst að fara og hjálpa honum að mótmæla niðrí bæ, þar sem hann kemst ekki lengra en útá götuhorn lengur. Eða safna undirskriftum allra þeirra sem eru sama sinnis að hann Á að fá skírn sína ógilda í þjóðskránni.

Til allra sem ekki hafa séð myndina eða kynnt sér þetta mál af einhverju leyti, hvet ég eindregið til þess að gera það.
Hvað finnst ykkur um þetta mál ? Munduð þið skrifa á undirskriftarlistann ?
“we are brothers