Hvað finnst ykkur um þetta smekklega bjórstríð sem er í gangi þessa dagana. Á að leyfa bjórauglýsingar og er Ölgerðin að skjóta sig í fótinn?

Fann eftirfarandi á skemmtilegri vefsíðu:
Gefið er í skyn að tilbúinn Víking bjór innihaldi sykur.
Hið rétta er að enginn sykur(súkrósi) er til staðar í Víking bjór. Þó sykur sé notaður sem hráefni gerjast hann allur í burtu.
Almennt inniheldur bjór á bilinu 2-4 g/100ml af kolvetnum (sykrum),. Þetta eru ógerjanlegar fjölsykrur. Víking inniheldur minna af kolvetnum en flestir sambærilegir bjórar.
Minna er að sykrum í Víking en Egils Gulli.

Gefið er í skyn að notkun á sykri í ölgerð sé tortryggileg.
Þetta er undarlegt í ljósi þess að Egils notar sykur í a.m.k. tvær bjórtegundir og maltöl.
Sykur eða síróp er notað í margar bjórtegundir og í sumar rómuðustu tegundur heims er sykur notaður sem hráefni s.s. í Belgíska klausturbjóra.

Gefið er í skyn að með notkun á sykri séu menn að stytta sér leið og um skyndibrugg sé að ræða.
Sykur hefur engin áhrif á lengd framleiðsluferils bjórsins. Hann er sá sami hvort sem sykur er notaður sem hráefni eða ekki.


Sagt er að notkun á sykri sé ekki í samræmi við aldagamlar hefðir.
Nánast frá upphafi bjórgerðar hefur sykur verið notaður sem hráefni í bjór. Í elstu varðveittu bjóruppskriftum frá því um 3000 árum fyrir Krist var notað hunang. Í Danmörku þar sem ölgerð stendur á gömlum merg er notkun á sykri eða sýrópi algeng og einnig í Belgíu og Bretlandi. Þegar Reinheitsgebot 1516 er sett á í Þýskalandi er það m.a. til að menn noti ekki sykur.


Sagt er að Reinheitsgebot hafi verið sett til að tryggja gæði bjórs.
Það er misskilningur að Reinheitsgebot hafi eingöngu verið komið á til þess að tryggja gæði bjórs. Í raun voru lögin hluti af skattalöggjöf um bjór (“Biersteuergesetz”). Bæverska konungsfjölskyldan, sem kom Reinheitsgebot á, hafði einkarétt á sölu á byggi og vildi tryggja að hagnaður af þeirri sölu héldist. Einnig var hagsmunamál að tryggja að ekki yrði skortur á korntegundum eins og hveiti til baksturs. Reyndar var lögunum seinna breytt á þann veg að leyfilegt væri að nota hveiti og einnig sykur í yfirgerjaðan bjór. Reinheitsgebot gilti heldur ekki fyrir bjór framleiddan til útflutnings.

Sagt er að Egils Gull sé framleitt s.k.v. Reinheitsgebot
Það er ekki rétt. Þrávarnarefni er notað í Egils Gull sem samræmist ekki Reinheitsgebot.

Gefið er í skyn að framleiðsluvörur Ölgerðar Egils Skallagrímssonar séu framleiddar samkvæmt Reinheitsgebot.
Það er ekki rétt. Eins og áður segir er notaður sykur í 2 bjórtegundir og maltöl. Einning nota þeir þráavarnarefni í allar bjórtegundirnar og litarefni í malt og maltbjórinn. Ekkert af þessu samrýmist Reinheitsgebot.
Þess má líka geta að mjólkursýra, sem notuð er í framleiðslu til stillingar sýrustigs, verður að vera búin til með gerjun í verksmiðjunni ef stöngustu kröfum Reinheitsgebot á að vera fylgt. Notkun á annarri sýru er ekki leyfileg. Þetta skilyrði er heldur ekki uppfyllt.

Sagt er í yfirlýsingu Jón Diðriks forstjóra Ölgerða Egils: Í dag eru velflestar bjórtegundir bruggaðar samkvæmt hinum aldagömlu hreinleikalögum og bjórgerðarmenn um allan heim hafa þær í hávegum. Og líka er sagt:
“hin aldagömlu hreinleikalög sem eru viðurkennt gæðaviðmið brugghúsa um heim allan”
Þetta er allt rangt. Velflestir bjórar heims eru ekki bruggaðir samkvæmt Reinheitsgebot. Staðreyndin er sú að af 10 stærstu bjórframleiðendum heims framleiða fæstir eingöngu allar sínar tegundir skv. því. Utan Þýskalands tíðkast almennt ekki að framleiða allan bjór samkv. Reinheitsgebot. Til að nefna nokkra framleiðendur má geta þess að Carlsberg, Interbrew og Guiness einir stærstu framleiðendur Evrópu og allir mjög virtir, framleiða ekki bjór eingöngu samkvæmt Reinheitsgebot.

Sagt er að fráleitt sé um atvinnuróg að ræða.
Hvers vegna er þá Víking Gylltur eina tegundin sem dregin er fram með þessum hætti. Ekki er minnst á Egils Sterkann, Faxe (þriðja stærsta bjórtegundin á markaðinum) eða aðra bjóra sem allir er búnir til með sykri eða sýrópi sem hráefni.


Sniðugt ekki satt?