Lögleiðing kannabisefna

Nú hefur staðið barátta í rúmt eitt ár um endurlögleiðingu kannabisefna. Ekki hefur mikið verið gert í þessari baráttu fyrir utan að cannab.is var opnað og síðan voru haldnir tónleikar á vegum SEK (Samtök um endurlögleiðingu kannabisefna) .

http://www.cannab.is/sek
SEK er í samstarfi við NORML sem eru alþjóða samtök um lögleiðingu kannabisefna. Þessi samtök standa einungis að baráttu um lögleiðingu kannabisefna og hvetja á engan hátt til neyslu slíkra efna.

Hér ætla ég að koma með rök sem mæla með lögleiðingu og einnig rök á móti. Upplýsingar um kannabis og áhrif þess, allt sem kemur fram hér er byggt á margra ára rannsóknum en einnig heimildum frá einstaklingum sem notað hafa kannabis.

Afhverju á að lögleiða? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt og frekar langt en þegar þið hafið lesið svarið þá verður ykkur ljóst um afhverju það ætti að lögleiða kannabis.

Kannabis er ekki það sem leiðir neytendur í sterkari efni heldur eru það sölumennirnir sem selja kannabis sem beitu. Ferlið er nokkurnvegin svona: Eftir að einstaklingur hefur verið með sinn díler í smá tíma er mjög líklegt að dílerin bjóði honum uppá frítt efni til að prófa t.d amfetamín, kókaín og/eða E. Sumir taka við þessu aðrir neita og halda áfram sínum
reykingum, þeir sem taka við þessu geta orðið háðir sterkari efnunum og hætta kannabisneyslunni eða minnka verulega og eru nú djúpt sokknir í sterku efnin á þessu hagnast dílerarnir. Þegar þú neytir kannabisefna þá færðu enga sterka löngun og fráhvarfseinkenni til að neita þeirra á ný. Með því að lögleiða kannabisefni færist þetta úr höndum dílera og undir ÁTVR og fá þá stjórnvöld fulla stjórn á þessu efni þá hafa dílerarnir enga ‘'beitu’' til að selja sterku efnin og bætast því æ minni dópistar í heimin. Hagnaðinn af kannabissölum sem er gríðarlegur er hægt að nota í forvarnir gegn sterku efnunum og einnig í fleiri þörf verkefni. Kannabis er þekkt fyrir að auka matarlyst og því gott fyrir krabbameins-, lystarstols- og alnæmissjúklinga ásamt fleiri sjúkdóma sem minnka matarlyst. Reykingar kannabis eru 100% virk gegn gláku .
Hampinn (Cannabis Sativa) er hægt að nota í fataiðnaði, við pappírsgerð, í byggingariðnaði og til margskonar olíugerðar.

Samanburður :

Ólöglegt

Kannabis = Gott: minnst ávanabindandi af öðrum vímuefnum. Víman gerir mann rólegan og nokkurnvegin glaðværann. maður getur hlegið að flestu sem er nú bara gaman. Eftir neyslu er maður c.a 2 tíma að jafna sig eftir að víman er farin. Engin hefur dáið af því né skaddast allvarlega af neyslu kannabis.
Slæmt : THC-9 myndar nokkurskonar vef á heilan sem hverfur innan nokkura daga eftir neyslu. Ólöglegt.

Löglegt

Alkóhol = Gott: skemmtun
Slæmt : Alkóhól getur verið ávanabindandi, gerir mann pirraðann, ofbeldishneigðann ofl. Fer eftir einstakling. Fer illa með nýru, lifur, maga og fleiri líffæri. Víman gerir mann vitlausann og sljóan og maður er óökufær daginn eftir. Þynnka fylgir oftast áfengis neyslu. 1995: Meira en 150 þúsund manns létust í Bandaríkjunum einungis af áfengismisnotkun .

Tóbak = Gott: Róar mann niður.
Slæmt: Inniheldur níkótín sem er mjög ávanabindandi. Tjara sesst í lungu. Líkur á krabbameini og kransæðasjúkdómum aukast. Fyrsta sígarettan vekur oftast upp ógleði en hún hverfur. 1995: Meira en 400 þúsund létust af tóbakstengdum sjúkdómum svo sem krabbameini, kransæðasjúkdómum ofl, í Bandaríkjunum einum.Eftirtalin lönd hafa lögleitt kannabis til fulls :
Holland, Canada, einhver Afríkulönd og miðausturlönd.
Eftirtalin lönd hafa lögleitt kannabis að einhverju leiti svosem minnkað refsingu, lögleitt það til einkaneyslu og til lækninga: BNA, Bretland, Suður Afríka, Namibía og helstu stóru Afríku ríkin.

Þetta eru einu löndin sem ég man í augnablikinu.Eftirfarandi vefsíður er hægt að heimsækja ef þið viljið kinna ykkur kannabis betur
http://www.this.is/hot-ice = íslensk síða
http://www.erowid.org/plants/cannabis/cannabis.shtml = almennar upplýsingar um cannabis
http://www.jackherer.com/ = Rannsóknar maður sem rannsakað hefur cannabis í fjölda ár
http://www.sigurfreyr.com/babiljur-um-kannabisneysl u.html = bábiljur og staðreyndir (ekki allt hárnakvæmt …)Hér með lýk ég máli mínu. Munið að þó að það sé ekki skaðlaust þá er það ekki jafn skaðlegt og vímu/fíkni efnin sem leifð eru á Íslandi í dag. Hættum þröngsýni og ræðum málin!
LÖGLEIÐUM KANNABIS!


Vinsamlegast takið eftir ég er ekki á neinn hátt að hvetja til kannabisneyslu. Þeir sem reykja gera það á eigin forsendum og ég ber enga ábyrgð á þeirra gjörðum!

Valdik
Ég er með þér í huganum… tíkin þín.