Bjarni R. Einarsson, einn af stjórnarmönnum netverja, hefur ritað bréf til Netverja og menntamálaráðherra sem svar við <a href="http://www2.mbl.is/frettir-ifx/morgunbladid/adsend_grein?nid=6235“>grein</a> menntamálaráðherra í Morgunblaðinu í dag.

Bréfið er birt hérna í heild sinni með leyfi höfundar.

Daginn,


Ég var að lesa eftirfarandi:


<a href=”http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir&nr=85685&v=2 ">http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir&nr=85685&v=2 </a>
<a href="http://www2.mbl.is/frettir-ifx/morgunbladid/adsend_grein?nid=6235">http://www2.mbl.is/frettir-ifx/morgunbladid/adsend_grein?nid=6235</a>


Mér finnst þetta ekki skemmtileg lesning. Maður fær ekki betur
séð en að ráðherra sé að reyna að gera lítið úr skoðunum þeirra
16.000 manna sem skrifuðu undir listann.


Hann segir m.a. “Texti mótmælaskjalsins gefur ekki rétta mynd af
því sem hér er um að ræða.” Þeir sem skrifuðu undir voru að
mótmæla reglugerðinni. Mér finnst það nokkuð skýrt. En hvað
sem því líður, þá ógildir það ekki skoðanir fólks að það skuli
ekki vera jafn nákvæmt og menntaður lögfræðingur.


Það er líka alveg fyrir neðan allar hellur að ráðherra skuli
þykjast ekki skilja að í almennu máli þá noti menn orðið
“skattur” yfir öll gjöld sem lögð eru á af hinu opinbera, óháð
því hvert peningarnir svo fara í raun. Hártoganir Björns yfir
(mis)notkun þessa orðs teljast vart vera málefnalegar eða
uppbyggilegar.


En svo ég haldi áfram, þá set ég spurningamerki við þessa
fullyrðingu ráðherra:


“Í umræðum hefur verið gefið til kynna, að gjaldtakan sé í
þágu tónlistar eingöngu. Þetta er ekki rétt, því að hún er
vegna allra hugverka sem heimilt er að afrita til einkanota.”


Orðrétt úr lögunum:


Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið
út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi
vegna upptöku verka þeirra til einkanota á bönd, diska, plötur



Semsagt, einungis höfundum útvarpaðs efnis, hljóðrita og
myndverka (og þá er væntanlega átt við kvikmyndaverk) er
tryggður réttur til endurgjalds v/ afritunar. Þetta eru ekki
öll hugverk sem heimilt er að afrita til einkanota. Bækur falla
t.d. ekki í þennan flokk, en skv. 1. málsgrein 11. gr. megum við
taka afrit af bókum til einkanota.


Ráðherra heldur svo áfram:


“Innheimtumiðstöð gjalda tekur við þessum fjármunum en aðild
að henni eiga tónlistarmenn, blaðamenn, rithöfundar,
kvikmyndaframleiðendur og leikstjórar, fræðimenn og
myndlistarmenn.”


Veit einhver hver lagastoðin er fyrir því að borga blaðamönnum,
rithöfundum og fræðimönnum hluta þessara peninga? Það eina sem
mér dettur í hug er að rithöfundar og fræðimenn fái þessi
réttindi vegna upplesturs verka þeirra í útvarpi eða sjónvarpi -
sem er þá mjög lítill hluti gjaldskylds efnis.


Björn kvartar undan því að menn tali mest um tónlist - auðvitað
tala menn mest um tónlist. Hún er meira útvörpuð og meira
útgefin en nokkurt hinna hlutanna sem lögin gilda um. Á maður
virkilega að trúa því að ráðherra láti það rugla sig að menn
tali mest um algengasta tilfellið?


Loks þykir mér dapurlegt að sjá ráðherra gagnrýna samstarfsmenn
sína fyrir það eitt að skipta um skoðun. Er það virkilega
skoðun hans að það sé GALLI að stjórnmálamenn læri af reynslu og
taki tillit til breytinga í viðhorfum og áherslum kjósenda
sinna? Ég persónulega ber meiri virðingu fyrir mönnum sem geta
tekið rökum og viðurkennt mistök. Ég veit að ég er ekki einn
með þá skoðun.



Til að gefa ráðherra kost á að svara fyrir sér hef ég sent honum
afrit af þessu bréfi (aðrir móttakendur eru áskrifendur
neytendalista Netverja). Ég vona að hann túlki þetta ekki sem
persónulegar árásir á sig - það er ekki markmiðið. Ég vil
hinsvegar lýsa yfir miklum vonbrigðum með viðbrögð ráðherra.
Mér finnst hann ekki taka okkur mjög alvarlega.




Bjarni R. Einarsson PGP: 02764305, B7A3AB89
13121@xyz.molar.is -><- http://bre.klaki.net/
Netverjar gegn ruslpósti: http://www.netverjar.is/baratta/ruslpostur/
JReykdal