Ég hef verið að velta fyrir mér hvað feminismi sé.
Fyrir mér er feminismi að konur verði jafnar körlum. Þ.e. ekki jafnréttistefnan allir jafnir öllum heldur Kvenkynið verði jafnt Karlkyni, margir segja að konur og karlar séu jöfn en ef maður veltir þessu fyrir sér, sér maður að svo er ekki.
Það er allt kynjabundið, bara mismikið, íþróttir, tónlist, heimilisstörf… Manneskjan fæðist í heiminn og þegar sú manneskja liggur í vögguni er þegar búið að ákveða hvert hlutverk hennar er í lífinu. Ef manneskjan er kk er gert ráð fyrir að hann fari í fótbolta, handbolta, körfubolta jafnvel box, hlusti á rokk, láti mömmu sína þrífa herbergið sitt meðan hann sjálfur sé í playstation og fleira í þessum dúr. Ef manneskja er afur á móti kvk er gert ráð fyrir að sú sama verði hlíðin, sýni heimanáminu áhuga og stundi skólan vel, hlusti á popp, fari í fimleika/ballett. Ef stelpa er…ja… strákaleg þ.e. hlusti á rokk, klæði sig eins og hún vill, hafi sýnar skoðanir, jafnvel ögri öðrum með hegðun sinni og stíl hvernig lítur almenningur þá á hana; ( aðra stelpur hvort sem þær fylgja forminu eða ekki, strákar) Er hún sniðgengin, strítt, kölluð feministi eða rauðsokka, fyrirlitin, álitin lessa, eða hvað?
strákar aftur á móti sem hlusta á popp og fylgja þeirri stefnu eru oft kallaðir FM-hnakkar eða chokkó..ha… hvað er það???

Ég segi samt ekki að það séu ekki til margir srákar sem hlusta á popp og margar stelpur sem hlusta á rokk, en rokk er samt alltaf álitin strákatónlist og popp sem stelputónlist, hver segir að þetta sé það eina rétta? Afhverju að setja þessa stuðla?

er ekki hægt að líta fram hjá því af hvaða kyni maður er, og hlusta/ tala um það sem manni langar að tala um við þann sem manni langar að tala við ( svo lengi sem manneskjan langi að tala við) það er svo oft að tek dæmi;
-fullorðnir verði steinhissa á að unglingar hafi áhuga á stjórnmálum.
- strákar verða dolfallnir þegar stelpa finnst gaman að hlusta á rokk og eitthverju sem þeir töldu að bara strákar höfðu áhuga á.

væri tilí að vita hvað ykkur finnst feminismi vera???
( dæmin hér að ofan eru svolítið öfgafull en samt típisk)
kv.Hobbitinn
Helvíti er ekki staður heldur hugarástand.