Á morgun, miðvikudag, mun undirskriftarlistinn frægi verða afhentur menntamálaráðherra fyrir framan Alþingishúsið, kl: 15:00.
<br>Guðmundur Ragnar, formaður <a href="http://www.netverjar.is“>Félags Netverja</a> mun afhenda listann fyrir hönd aðstandenda.<br>Við hvetjum alla sem geta til að mæta og sýna viljann í verki, friðsamlega að sjálfsögðu.<br>Einnig viljum við nota tækifærið og þakka öllum sem hafa veitt þessu verðuga málefni stuðning og athygli, sérstaklega vefsíðum sem hafa auglýst listann vel.
<br><br>Áður en listinn verður afhentur mun hann verða yfirfarinn og nöfn einsog ‘'Andrés Önd’' fjarlægð.<br><br>Menntamálaráðherra hefur sent frá sér tilkynningu um lækkun á gjaldtöku óskrifaðra geisladiska um 50%. Ráðherra ákvað einnig að ekki skyldi innheimt höfundarréttargjald af tölvum með innbyggðum geislaskrifurum. <br>Að mati aðstendenda listans sem og stjórnar <a href=”http://www.netverjar.is“>Félags Netverja</a> er þessi tilkynning skref í rétta átt, en er í raun 50% of stutt skref, gjaldtakan á engan veginn rétt á sér, 17kr eða 35kr, og er það markmið okkar að hún verði felld niður algjörlega.<br>Nánar <a href=”http://www2.mbl.is/frettir-ifx/frettir/togt/forsida?MIval=frettir/togt/frett&nid=690994">hér</a><br><br>Með baráttu kveðju og von um að sjá þig á morgun,<br>aðstandendur listans.