Hannes Hólmsteinn Gissurarson kom með hlægilegar staðhæfingar í pistli sínum á Skjáeinum áðan (mánudagskvöld).

Fyrst reyndi hann að halda fram að kapítalsimi væri í raun góður fyrir náttúruna af því að eignarhald kæmi í veg fyrir mengun. Hann nefndi dæmi af verksmiðju sem væri að menga stöðuvatn og öllum væri sama en ef einhver ætti stöðuvatnið þá yrði mengunin stöðvuð. Verksmiðjan myndi bara kaupa stöðuvatnið eða borga eigandanum fyrir að líta undan - þannig er kapítalisminn, væri svokölluð forræðishyggja ekki betri í þessu dæmi? Reglur um hvernig maður á koma fram við umhverfið? Er þetta ekki augljóst?

Síðan reyndi hann að koma með dæmi til að sanna að ríki norðursins væru ekki að arðræna ríki suðursins (þriðja heiminn), hann tók dæmin S-Kórea, Hong Kong og Tæwan sem ríki sem hefðu tekið kapítalismanum opnum örmum og grætt á því. Tæwan: Getur góð staða Tævan tengst því að eigendur fjármagns í Kína flúðu þangað með eigur sínar? - Hong Kong: Hverjum dettur í hug að flokka Hong Kong með öðrum löndum suðursins? Þetta var bara hluti af Bretlandi sem þeir notuðu sem miðstöð arðráns Kína á sína tíma, á síðustu öld var Hong Kong miðstöð viðskipta vesturlanda í Asíu. - Suður-Kórea: Bandaríkjamenn og Japanir hafa dælt peningum í landið til að vega á móti Norður-Kóreu.

Frjálshyggjumenn ættu endilega að skoða dæmi sögunnar betur, þeir virðast alltaf vera svo lélegir í henni, hunsa hið augljósa ef það er ekki samræmanlegt speki frjálshyggjunnar.

Eiginlega ekkert er verra en óheftur kapítalismi.
<A href="