Andstæðingar nýrrar reglugerðar um höfundarréttargjald á Geisladiskum/skrifurum/tölvum hafa fengið meiri stuðning:

————-
Neytendasamtökin viðurkenna rétt höfunda til bóta vegna eintakagerðar til einkanota, en telja þó að gjaldtaka eigi ekki að fara fram nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Í fyrsta lagi telja Neytendasamtökin að meta verði nákvæmlega hvert sé markaðstap höfunda vegna eintakagerðar til einkanota. Eintakagerð til einkanota er lögleg iðja skv. 1. mgr. 11. gr. höfundarlaga og á ekkert skylt við ólöglega eintakagerð eða svokallaðar sjóræningjaútgáfur. Valdi heimil eintakagerð til einkanota höfundum tjóni telja Neytendasamtökin réttlætanlegt að þeir fái greiddar bætur vegna þess.

Í öðru lagi telja Neytendsamtökin að sönnun tjóns eigi að hvíla á höfundum og samtökum þeirra. Takist ekki að færa sönnur á tjónið telja samtökin ekki forsvaranlegt að gjaldtakan fari fram.

Í þriðja lagi telja Neytendasamtökin að vandlega verði að gæta þess að bætur vegna eintakagerðar til einkanota séu ekki ofmetnar. Ströng skilyrði verði því að vera um samhengi milli tapaðrar sölu og bóta.

Neytendasamtökin hafa ekki séð þess nein merki að reglugerð nr. 125/2001 uppfylli framangreind skilyrði og telja af þeirri ástæðu að umrædd gjaldtaka sé ekki forsvaranleg.
,,Óviðunandi er að neytendur greiði bætur fyrir að valda höfundum tjóni með eintakagerð til einkanota ef hvorki er búið að sanna að tjón eigi sér stað né sýna fram á umfang þess," segir í yfirlýsingu Neytendasamtakanna.

——————-

Af hverju heyrum við ekkert frá Birrni Bjarnasyni?
Af hverju spurðu fjölmiðlar hann ekkert um málið í gær?
<A href="