Ein grundvallar forsenda hagfræði markaðslögmálanna er frjáls samkeppni á sérstök formi, þ.e. fyrirtækin keppa um að ná hylli markaðarins með vöru sem er á hagstæðara verði en vara keppinautanna. Þetta gera fyrirtækin með aukinni hagræðingu í rekstri, tækni við framleiðslu vörunni og við markaðsetningu. Þetta er nokkurn vegin lýsing á þeirri ídeal mynd sem við höfum fallist á þegar rætt er um frjálsa samkeppni. Raunveruleikinn virðist hins vegar annar.

Árangur í samkeppni fyrirtækja virðist oft á tíðum skýrast miklu betur með árangri þeirra í samningstækni en með árangri í ídeal mynd frjálsrar samkeppni. Þau minna miklu fremur á skákmenn sem með mis klókindalegum leikfléttum skáka keppinauta sína út af skákborðinu. Þau geta verið að skipta á milli sín markaðssvæðum, koma sér saman um verð, mynda bandalag með öðrum fyrirtækjum, stofnunum eða stjórnmálaleiðtogum. Allt til að geta svikið þessa leynilegu samninga þegar hentar þeim best. Auðvitað er þetta á gráu svæði en er ekki bannað þar sem þetta er meira og minna bundið í fælingu, t.d. “ef þú ferð inn á mitt svæði, þá undirbýð ég þig á þínu svæði”. Starfsemi fyrirtækja minnar því meira og minna á milliríkjasamskipti þjóða, endalaust samningamakka, erjur og misfriðsamlegt andrúmsloft þar sem allt getur sprungið í loft upp þegar minnst varir.

Eftir því sem ég best veit, er þetta samningamakk ekki inni í jöfnum hagfræðinnar, enda erfitt um vik nema helst með svokallaðri leikjafræði. Sjálfur er ég á því að við eigum að hætta að tala um frjálsa samkeppni í þessari barnalegu einföldu mynd en þess í stað að skoða hagkerfið sem makk.

M.