Hvernig er það með internetið í dag, er ekki nein síða sem er algjörlega klám frí? Ástæðan fyrir þessarri spurningu minni er sú að nú nálgast jólin og í ljósi vaxandi jólaanda í híbýlum mínum fór systir mín á internetið og náði sér í jóla-screensaver á einhverri jólasíðu. Ég veit reyndar ekki hvaða síðu en það skiptir svo sem ekki öllu máli þar sem að þetta var jólasíða en ekki klámsíða.

Eftir að hún setti screensaverinn inn á tölvuna byrjuðu að skjótast upp á skjáinn klámgluggar sem ekki er hægt að loka. Heima hjá mér er akkúrat þessi klámsýkta tölva mest notaða tölvan og hafa allir fjölskyldumeðlimir lent í klámárásum síðan, þar á meðal tíu ára gamall bróðir minn. Það gerði útslagið. Þegar “saklausar jólasíður” eru farnar að dulbúa klám sem skjáhvílu í anda hátíðanna. Er ekki komið nóg af þessu rugli, getur þetta klámfólk ekki látið sér nægja að þeir sem kjósa að leita að kláminu sjái það? Þurfa þeir endilega að blekkja mann út í að sækja þeirra soralegu skjöl? Það hljóta allir að vera sammála mér um það að þetta er allt of langt gengið og að svona hegðun gangi ekki, það gilda líka siðferðisreglur á internetinu er það ekki. Finnst fólki kannski að það geti látið hvernig sem er undir einhverjum dulnefnum á netinu?

Það er mikið ábirgðar hlutverk að birta efni á netinu, ég tala nú ekki um þegar um er að ræða efni sem ungtfólk á ekki að sjá. Er þetta kannski einhverskonar klámhúmor, að sýna fólki í jólaskapi klám. Það er virkilega leiðinlegt að internetið sem er annars afbragðs samskiptatækni sé þannig úr garði gert að maður hætti sér varla inná síður sem maður hefur ekki skoðað áður. Fólk sem ákveður að bjóða uppá klámfengið efni ætti að minnsta kosti að vara mann við áður en haldið er inná síðuna að þar sé efni af slíkum toga.