Þessi grein fjallar ekki um STEF skattinn, heldur almennt um banana lýðveldið Ísland. Ég meina hvað þarf til þess að við hættum að láta koma fram við okkur eins og kindur, ég vona að þetta STEF mál deyi ekki út á nokkrum dögum eins og er alltof algengt um mikilvæg mál á íslandi.

Venjulega látum við nokkurn veginn allt yfir okkur ganga sama hversu óréttlátt það er. Manni þykir meira að segja orðið eins og að embættis og stjórnmálamenn séu farnir að treysta á þetta. Til dæmis man ég ekki eftir einu dæmi um það að stjórnmála eða embættis maður hafi sýnt sóma sinn í því að segja af sér hafi honum orðið á afglöp í starfi, hvað þá embættismaður. Þessir menn hafa heldur aldrei verið dregnir til ábyrgðar á einum né neinum hlut.

Í flestum ríkjum segja menn af sér ef þeim verða á mistök. Ekki hérna á Íslandi, hluti af vandamálinu er að hérna eru allt of margir þingmenn og allt of margir embættismenn. Það á ekki að vera ávísun á kósí vinnu það sem eftir er að vera alþingismaður. Ef að það væru jafn margir þingmenn á hvern íbúa í Bandaríkjunum og á hvern hérna væru milli 60 og 70 þúsund þingmenn í Bandaríkjunum(ég er akki að segja að það sé hægt að bera þetta svona saman en þetta er samt fáránlegt).

Ég segi að það sé kominn tími til að hætta að láta eins og kindur við þurfum að fara fram á að okkur sé sýnd sú virðing sem okkur ber. Það gerist ekki nema við sýnum fram á að okkur er alvara og við séum ósátt. Það gerist ekki með því að bölva í horni og kjósa síðan sama flokkinn og í síðust kosningum.

Með þessu er ég ekki að segja að einhver flokkurinn sé betri en annar, þvert á móti eru þeir nokkurn veginn jafn slæmir. Það sést til að mynda á því að STEF málið var sammþykkt samhljóða, enginn nei enginn sératkvæði, sammhljóða.

Tilgangur þessarar greinar er fyrst og fremst til að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Erum við menn, mýs eða kinud?