Byrja þessa grein á smá bút sem ég tók af visir.is, viðtal við Þórunni J. Hafstein, skrifstofustjóra á lögfræði- og stjórnsýslusviði Menntamálaráðuneytisins

———————
“Það að Tollstjóraembættið innheimti gjaldið byggir á sérstöku samkomulagi við Innheimtumiðstöð gjalda. Þetta samkomulag var gert fljótlega eftir að lögin tóku gildi 1984 til að koma í veg fyrir að innflytjendum búnaðar væri mismunað og til að koma í veg fyrir að kerfið yrði flóknara en það þyrfti að vera. Því var ákveðið að gjaldið væri innheimt af öllum innfluttum vörum sem undir reglugerðina falla en að menn gætu fengið gjaldið endurgreitt þegar þeir hafa sýnt fram á að notkun þeirra falli ekki undir þá notkun sem reglugerðin tekur á.”
———————

Ég legg mikla áherslu á síðustu setninguna, “menn gætu fengið gjaldið endurgreitt þegar þeir hafa sýnt fram á að notkun þeirra falli ekki undir þá notkun sem reglugerðin tekur á”.

Þetta þýðir að núna ættu allir að fara í gegnum
a) geisladiskana sem þeir hafa brennt
b) kasetturnar sem þeir hafa tekið uppá
c) video-spólurnar sem þeir hafa tekið uppá

og setja í bunka allt það sem stenst þessar kröfur, það eru til að mynda fjölskylduboðin, sumarfríin, þegar krakkarnir voru að búa til lög sjálf, lög bílskúrsbandsins, linux dreifingin, myndirnar af digital myndavélinni og svo framvegis.

Takið svo þennan bunka og marserið til Tollstjóraembættisins og krefjist þar endurgreiðslu byggt á þessari klausu.

Hvað haldiði að þeir láti þetta endast lengi þegar að 10.000+ manns koma með safnið sitt og heimtar endurgreiðslu?

Ég er sjálfur byrjaður að safna saman vídjóspólunum sem eru með myndum af sumarfríinu mínu…

Aðgerðir gera meira en orð, undirskriftalistar rykfalla, 10.000+ manns bíðandi eftir að röðin komi að þeim að fá endurgreitt er erfiðara að hundsa.
Summum ius summa inuria