Kaupréttarsamningar K-BÍ Kaupréttarsamningar er þegar starfsmenn fyrirtækja fá að kaupa í fyrirtækinu á ákveðnu gengi. Þá er þetta gert þannig að starfsmönnunum er boðið að kaupa á meðalgengi ákveðins tímabils eða gengi til dæmis dagsins sem samningurinn er undirritaður. Þeim er einnig oftar en ekki lánað fyrir þessum hlutum á góðum kjörum. Tilgangur svona samninga er að eyða út svokölluðum umboðsvanda sem verður til þegar starfsmenn fyrirtækja setja sína hagsmuni ofar hagsmunum hluthafana því þeir eru ekki eigendur sjálfir. Með kaupréttarsamningunum eru starfsmennirnir sjálfir gerðir eigendur og því reynt að eyða vandanum út eða í það minnsta draga verulega úr honum.
Það er hinsvegar hægt að eyða út jákvæðum áhrifum þeirra með því að gera eins og Kaupþing-Búnaðarbanki gerði í gær (20/11/2003)með því að veit starfsmönnunum einnig sölurétt á bréfin. Þegar sú er staðan þá eru starfsmennirnir varðir fyrir tapi á samningunum. Á þennan hátt þá er það í raun þeirra hagur að taka mikla áhættu til að sjá bréfin hækka töluvert mikið en eðlilega getur þessi áhætta líka haft slæm áhrif fyrir bankann og allir hluthafar tapað nema starfsmennirnir. Því má sjá að það er ef til vill ekki hagur eigenda fyrirtækisins að hafa sölurétt inní samningunum við starfsmenn.
Svo er annað, þegar starfsmönnum er veittur kaupréttur þá eru oftar en ekki nýir hlutir gefnir út. Með útgáfu nýrra hluta þá rýrnar verðmæti þeirra hluthafa sem áttu hlut í fyrirtækinu fyrir útgáfuna. Það er einmitt annað atriði sem má gagnrýna viö samninginn sem Kaupþing-Búnaðarbanki gerði við sýna lykilstarfsmenn, alla 62! Viðskiptin voru uppá rúmlega 23 milljón hluti. Heildarhlutir í félaginu eru 412.774.109. Ef við skoðum það betur má sjá að 23.000.000 af 412.774.109 eru það um 5,5% af heildahlutafé í félaginu. En skal tekið fram að það er ekki allt því að það eru eldri samningar líka eins og má sjá á myndinni hérna. Samtals eru því kaupréttarsamningar uppá 8,1% af heildarhlutafé félagsins! Þetta er ótrúlega tala, annað eins hefur ekki sést síðan í BNA þegar “internet bólan” svokallaða var uppá sitt besta 1999-2000. Enda hafa svona vinnubrögð verið harðlega gagnrýnd þar í landi undanfarin misseri.
Semsagt helsta gagnrýninn sem ég hef á þessa samninga er hversu rosalega stórir þeir eru og svo að starfsmönnum skuli vera boðinn söluréttur á þá.
Ein spurning til ykkar, veit einhver hvort svona samningar eru færðir til gjalda í bókhaldi fyrirtækjana?
Held ég láti þetta duga í bili :) En hvað finnst ykkur??
Kveðja,
Claudius

Heimildir:
http://www.icex.is/vsm_vthi/o wa/disp.birta?pk=1924
https://www.isb.is/greining/comm on/asp/top.asp?id=999&id_parent=400&Ipk_id=586401
Mark aðsyfirliti Landsbankans 21/11/2003
One is never alone with a rubber duck