Ég hef oft pælt í því hvort það yrði gott fyrir okkur Íslendinga að herinn fari burt, ef maður pælir í því þá hefur herinn sínar slæmu og góðu hliðar.

Allir vita að BNA herinn veitir mikið af fólki vinnu, einnig skýtur hann skjólvæng yfir okkur ef einhver myndi á okkur ráðast.

Eða myndi hann gera það, ef maður pælir í því þá er það asnalegt að hugsa til þess að Libýa eða Norður-Kórea eða þau lönd sem eru talin mjög hættuleg af vesturlöndunum, myndu ráðast á Ísland.
Einnig hvað höfum við gert þeim, ef maður pælir í því þá hefur Ísland aldrei þrælkað aðrar þjóðir þótt við höfum kannski rænt einhverju fólki frá öðrum þjóðum og haft það sem þræla:)
Einnig hafa Íslendingar hjálpað öðrum 3. heims löndum að bæta sig, sem dæmi þá vann pabbi minn í Namibíu fyrir Þróunarstofnun Ríkisins:)

Frekar að þessu “hættulegu” ríki myndu ráðast Bandaríkin eða Bretland með hryjuverkaárásum sem við sáum til dæmis 11. september.

En er þá ekki BNA herinn hér á Íslandi að bjóða hættunni heim, kannski munu einhverjir hryjuverkamenn koma hingað og ráðast á bandaríska sendiráðið, kannski frekar ólíklegt en gæti samt sem áður gerst :)

Einnig er hafa Bandaríkin ákveðin völd hér á landi með hernum sínum, segjum að þeir myndu brjóta íslensk lög, þá værum við í erfiðri aðstöðu til að gera eitthvað í því. Því ef við myndum styggja þá of mikið gætu þeir bara farið og þá væri fullt af fólki myndi verða atvinnulaust. Eða þeri gætu beitt öðrum aðferðum, ég er ekki nógu mikið inní pólítík til að segja um það.

Persónulega vil ég ekki herinn hérna, hann sýnir oft litla virðingu fyrir lögum okkar, ef ég man rétt þá stakk/lamdi einhver hermaður íslenskann mann. Var hann settur í fangelsi, ef mig minnir rétt þá var hann settur í eitthvað “stofufangelsi” í herstöðinni, og þar var hann bara að skemmta sér, horfa á sjónvarpið og lesa bækur. Kannski þetta sé ekki rétt, kannski einhver söguglöggur maður eins og Mal3 leiðrétti mig ;)

En segjum sem svo að BNA herinn fari á brott, til hverja ættum við að leita til að fá vernd(ef við þurfum hana)?
Frakka?, Breta?, Þjóðverja?, eða bara Svía :)

Eða kannski ættum við bara að stofna okkar eigið heimavarðlið og vernda okkur sjálf, þá væri minnsta kosti víst að herinn mundi fara eftir íslenskum lögum:)
Það hefur auðvitað það í för með sér að það yrðu mótmæli, því að við höfum alltaf verið herlaus þjóð og að hafa her myndi stórlega brjóta það.
En góðu hliðarnar eru líka þær að við myndum auka hreysti og úthald landsmanna, minnka offitu og auka kannski þjóðarstoltið í leiðinni :D

Snoother - frjálsar færeyja
Snoother