Allir þeir sem hafa fylgst með fréttum undanfarið hafa tekið eftir því hve mikið hefur verið um bankarán…oftast einhver einn aðili, ungur karlmaður, sem hugsar sér að auðvelt sé að ræna banka á Íslandi og góð leið til að afla sér peninga fljótt.

Nú spyr ég, er ekki kominn tími á að hafa öryggisgæslu í bönkum á höfuðborgarsvæðinu í dag? Þetta tíðkast erlendis og ég gæti ekki séð neitt af því að þetta væri hérna á Íslandi.

Þessir bankar eru að skilja milljörðum í hagnaði ár eftir ár og mér finnst að þeir ættu nú bara að geta haft lágmarksöryggisgæslu í útibúunum hjá sér til að vernda starfsmenn og viðskiptavini…einsog er t.d. í 10/11 lágmúla!