Ég veit ekki alveg hvar þessar hugleiðingar mínar eiga heima.. en fannst þessi staður jafn góður og annar.

Þannig er mál með vexti að ég er nemi í genalækningum. Fræði þar sem ég læri hvernig hægt er að nota genin okkar til að lækna erfðagengna sjúkdóma. Sjúkdómar eins og krabbamein, Downs heilkenni, Alzheimer og svo framvegis. Undir sömu fræði getur klónun flokkast og erfðabreytt matvæli og ýkjurnar um erfðabreyttu ofurbörnin svokölluðu. Allt eru þetta efni sem vekja upp viðkvæmar siðferðislegar spurningar. Oft er sagt að vísindamenn spái ekki í því, og ættu ekki að spá í þessum spurningum, þeir bara koma með tæknina, almenningur, fræðimenn á því sviði og ríkisstjórnir eigi að sjá um siðferðina.

Margir eru mjög mikið á móti því að klóna, erfðabreyta börnum og að leika “Guð”. Það sjónarmið get ég skilið. En er ekki hljóðið allt annað þegar til dæmis þegar ófædda barnið þitt hefur ákveðið gen sem veldur því að allar líkur eru á að það verði alvarlega veikt þegar það fæðist eða seinna á lífsskeiðinu? Þá myndir þú vilja gera allt sem nútímalæknavísindi bjóða upp á til að laga þetta, þar með talið að taka þetta gallaða gen og setja nýtt, heilbrigt gen inn í staðinn. En hver er munurinn á því og að bæta við 2-3 genum sem valda því að barnið verði ofurgáfað, gott í íþróttum eða annað? Þá er ég að tala út frá siðferðislegum sjónarmiðum. Sama hver tilgangurinn er, þá er verknaðurinn sá sami. Rétt eins og með dauðarefsingar. Höfum við vald til að taka líf. Með nýrri tækni kemst hún í rangar hendur. Sama hversu gott eftirlit er með tækninni. Mitt lifibrauð verður að því að þróa þessa tækni, í þeim tilgangi að laga erfðagengna sjúkdóma en ég geri mér líka grein fyrir því að aðrir læknar munu, gegn háum greiðslum búa til “ofurbörn” eftir einhver tugi ára ef þetta er þá á annað borð hægt. Það er svo aftur allt annað mál því þessi fræði er mjög stutt á veg kominn, mikið styttra en íslenskir fjölmiðlar hafa haft fyrir að tala um.

Fóstureyðing. Þú veist að barnið verður alvarlega fatlað en tæknin er ekki komin á það stig að laga það. Hvað gerir þú? Hefuru samvisku í að fara í fóstureyðingu á 12. viku? Persónulega segi ég já. Ef barnið mitt verður veikt og ég veit það á þessu stigi hika ég ekki við það. Ég veit ekki alveg nákvæmlega á hvaða stigi fóstrið er komið á það stig að það er orðin “manneskja” en á meðan það er enn að mynda helstu líffæri og er pinu ponsu lítið myndi ég eyða því. Þarna er vísindamaðurinn að tala.. þetta eru bara milljónir af mítósuskiptingum sem hafa átt sér stað.. já að ógleymdri einni meiósu. Nothing else.. á þessu stigi sem ég myndi hafa hreina samvisku að eyða… frumunum/fóstrinu eða hvað sem þið viljið kalla það.

Með því að geta lesið í geninn á þennan hátt vaknar önnur spurning. Þú ferð til læknis, þú hefur vonda genið sem við köllum X. Það er dóminerandi en ekki víkjandi. Miklar líkur eru á því að fleiri í ættinni þinni séu með þetta án þess að hafa fengið sjúkdómseinkenni og afkvæmin þín, ef einhveru eru, hafa líklega erft X genið þitt. Á að segja fólkinu frá þessu eða leyfa því að lifa áhyggjulaust þar til þetta verður vandamál? Þá er ég að tala um ólæknandi sjúkdóma í dag sem ekkert er hægt að gera við nema halda í skefjum þegar einkenni koma fram. Í dag ber engum skylda til að segja frá þessu, ekki nokkrum sköpuðum hlut eða manni. En þetta þyrfti kannski að endurskoða með þessari nýju tækni. Rétti einstaklingsins til að þegja - eða vita.

Ég veit ekki alveg hvort ég hef komið mínum skoðunum og vangaveltum rétt á framfæri, eða hvort þið vitið yfir höfuð hvað ég er að reyna að segja, en vonandi meikar þetta eitthvað sence, þó þið séuð ekki endilega sammála.