Banna kynæsandi söngkonur ? Ég ákvað að skrifa þessa grein eftir að hafa lesið greinina “Gróf myndbönd á popptíví” á Kynlífs svæðinu, ég skil sjónarhorn að vilja ekki of gróf myndbönd eins og með 50 cent en ég er mjög ósammála þeim sem að voru að gagnrýna söngkonur eins og Christinu Aguilera fyrir að vera að “selja kynlíf” og eyðileggja ungar sálir.

Því miður er staðan sú í dag að fólk á það til að kenna poppstjörnum um vandamál heimsins og þá sérstaklega vandamál í kringum unga fólkið, jafnvel þó það séu einstaklingar sem að hlusta t.d. á klassíska tónlist er samt fordæmt oft að það sé djöfullinn Britney Spears sem að komst í snertingu við huga saklausa einstaklingsins. Á mínum léttu dögum finnst mér þetta bara fyndið enda er fólk greinilega ekki að fatta að sagan er að endurtaka sig og að þetta sé jafn fáranlegt og fyrir nokkrum áratugum þegar fólk vildi “boycotta” rokkstjörnur eins og sagt er á góðri ensku.

Mín persónulega skoðun er sú að ég hef ekkert á móti kynæsandi stíl
söngfugla og fíla sjálfur þessar söngkonur, hvort sem það sé Madonna, Kylie, Christina, Beyoncé eða Britney. Ég sem er 18 ára einstaklingur hef fílað seinustu árin rosalega svona stíl af tónlist og þá sérstaklega þegar ég fer út að skemmta mér. Oft gaman að vera flottur og djamma í klúbbum eins og stjörnurnar gera daglega í myndböndunum á popptíví. Gaman að fíla taktinn, dansa og vera stoltur með sinn líkama og það tjáningarafl sem að líkaminn hefur. Þessar söngkonur eru líklega flestar ekki að hugsa um að “selja kynlíf” eða að eyðileggja ungar sálir heldur vilja þær vera “performerar” tjá sig á kynæsandi og skemmtilegan hátt í gegnum tónlistina sína á sviðinu. Ég man jafnvel að þegar ég fór til útlanda fyrir nokkrum árum með fjölskyldu minni að þá sáum við magadansara vera að dansa og hreyfa sig á kynæsandi hátt en þá fannst ömmu minni það bara vera fínt og ekkert að því enda bara hluti af þeirra menningu, en svo þegar poppistar á Íslandi eða í Bandaríkjunum tjá sig svona í poppinu þá er það allt í einu klám í hennar augum.

En mér finnst það auðvitað vera hræðilegt þegar ég heyri 8 ára stelpur segjast vilja klæða sig sexý. En er þetta ekki á ábyrgð foreldrana ? Jú ég vil búa í samfélagi þar sem fólk getur tjáð sig án þess að það sé alltaf verið að ritskoða allt fyrir ungar sálir. Hvort sem það sé einstaklingur að skrifa blaðagrein um hversu mikið hann hatar samkynhneigð eða söngkona að strippa í myndbandi þá tel ég að þau eigi bæði að vera leyfileg. Ég trúi ekki á það að ritskoða efni svona gróflega eftir lögum.

Þegar 10 ára stelpa á Íslandi gengur í kynæsandi fötum þá er það ekki út af Britney Spears heldur er það af því að foreldrar hennar leyfðu henni það. Foreldrar eiga að neyta börnum sínum að klæðast svona fötum of ungar og útskýra fyrir þeim að það er mikill munur hvernig maður klæðir sig fyrir skólann 10 ára gömul eða þegar maður er poppstjarna á sviði fyrir framan 50 þúsund manns með sýningu.

Auðvitað er allt í lagi að þið séuð ekki að fíla þennan stíl. Ég virði skoðun ykkar að vilja myndbönd sem söngkonum sem að sýna ekki á sér líkamann. En ef þið eruð ekki að fíla þetta þá hvet ég ykkur samt til þess að dæma ekki aðra fyrir að fíla eitthvað annað en þið, og bara skipta um stöð ef að þessi myndbönd eru í gangi.

Vona að þessi grein fær fólk til þess að hugsa smá út í þetta og missa ekki út úr sér orð eins og “drusla” þegar nýtt myndband með Christinu Aguilera kemur út.