Sovétríkið var stærsta land í heimi, en það var kallað síðasta heimsveldið. Árið 1991 skiptist það upp í 15 sjálfstæðar þjóðir; Rússland, Eistland, Lettland, Litháen, Hvíta Rússland, Úkraína, Moldavía, Georgía, Armenía, Aserbaídsjan, Túrkmenistan, Úsbekistan, Tatsjekistan, Kirgistan og Kasakstan.
Þegar Sovétríkin skiptust varð Rússland stærsta land í heimi. Landið er 165 sinnum stærra en Ísland eða 17 milljónir km. Rússland hefur ellefu tímabelti og er eitt af fáum löndum í tveimur heimsálfum; Evrópu og Asíu, Evrópuhlutinn er vestan Úralfjalla. Íbúafjöldi landsins er um 148 milljónir og 82,6% eru Rússar, tatarar eru 3,6% og úkraínumenn 2.7% og einnig 11.1% annara þjóða.Aðaliðnaðarsvæðin eru í grennd við Moskvu og Pétursborg.
Ekkert land í heiminum hefur jafn mikinn hráefna forða og Rússland. Landið er t.d. afar ríkt af alls kyns náttúruauðæfum til dæmis olíu, gulli, silfri, demöntum, eldsneyti og alls kyns málmum.Fjögur mikilvægustu hráefni Rússlands eru þó Olían, jarðgas, steinkol og járn. Í Úralfjöllum er mikið unnið af jarðgrýti. Mesta Jarðgasið er í vestur-Síberíu. Mest olía er framleidd á Tsjúmenosvæðinu, það er einnig í vestur Síberíu. Stærsta iðnaðarsvæði Síberíu er Kúzbass. Rússland er meðal stærstu framleiðsluríkja margra þessara afurða.
Aðrir helstu atvinnuvegir landsins eru efnaiðnaður, timbur og skógariðnaður. Rússland er einnig oft talið mesta fiskveiðiþjóð heims, ástæðan fyrir því gæti verið sú að þeir veiða ekki einungis við rússland, heldur á öllum heimshöfunum. Mest veiða þeir af síld og þorskum, sem og lax við kyrrahaf. En heima við veiða þeir mest á Kúrmansk við Kólaskaga. Helstu iðnaðarborgirnar eru Jekaterínbúrg, Tsjeljabínsk, og Magnítogorsk. Nærri 15% af rússnesku atvinnulífi er á einhvern hátt tengt varnarmálum landsins. Atvinnuleysi í landinu er um 14 prósent. Helstu iðnaðarsvæðin eru í kringum Moskvu og Santi Pétursborg. Í Asíuhluta Rússlands er langt á milli borga og iðnaðarsvæða, þar eru iðnaðarmannvirkin yfirleitt í grennd við stórar vatnsaflsvirkjanir eða í nágrenni við ýmisskonar málma sem í jörðu finnast. Þó að Rússland sé svona ríkt af náttúruauðlindum er tækni og tól langt á eftir öðrum löndum. Þó svo að Rússland sé mjög stórt land, þá þarf oft að flytja inn landbúnaðarafurðir, vegna þess að það eru of margir bændur sem eru með of litla uppskeru. Landbúnaðarhéröðin eru sunnan við barrskógabeltið og liggja frá eystrasalti og langt til austurs kringum ánna Ob. Rúgur, hveiti og kartöflur eru mikilvægustu landbúnaðarafurðirnar.
Í syðsta hluta barrskógabeltisins er mikilvægasti hluti skógarins. Norðar vex skógurinn ekki eins hratt og dafnar ekki jafn vel.
Moskva er höfuðborg Rússlands og eru íbúar hennar um 8,5 milljónir. Moskva varð gerð að höfuðborg Rússlands undir stjórn undir Ívans þriðja í lok 15. aldar.Í kring um árið 1700 þegar Pétur hinn mikli var við stjórn varð svolítil breyting í Moskvu, það er að segja list og tækni þróuðust mjög fyrsta dagblaðið kom út árið 1703 og fyrsti háskólinn var byggður árið 1755. Sankti Pétursborg er nálægt Moskvu og var fyrst bara lítil en nú er hún nógu stór til að geta verið Höfuðborg Rússlands. Zsar Pétur Mikli stofnaði St. Pétursborg þann 27.maí árið 1703, og er borgin skírð í höfuðið á honum. Margar ofurbyggingar voru byggðar í borginni undir stjórn Katarínu Miklu (ekkju Pésa gamla).
Rússland er yfirþyrmandi stórt land, svo það tekur langann tíma að ferðast um landið. Ekkert land hefur við jafn mikið flutningavandamál að stríða og Rússland. Það eru reyndar nokkuð gott vegakerfi í evrópuhluta landsins, en vegirnir eru oft mjög slæmir og leyfa engann hraðakstur. Það er miklu minna um einkabílaeign í Rússlandi en í t.d. vesturlöndunum, og flutningakerfið styðst minna við vörubíla en annarsstaðar. Þess vegna nota þeir járnbrautir. Síberíubrautin og Bajkal-Amúr járnbrautin (BAM) eru þekktustu járnbrautir Rússands. Frá BAM járnbrautinni liggja margar litlar brautir um eyðimörkina til afvikinna staða, svo sem til borgarinnar Jakútsk við ána Lenu. Mikið af þungaflutningum fer einnig um fljót, stöðuvötn og skipaskurði.

Ragnar og Hjalti