Sælir hugarar.

Þessi grein hérna er samin í flýti og án nokkura sagnfræðiheimilda. Ég ákvað að senda hana inn því mér finnst að hugari Snoother hafi ýmislegt til brunns að bera en komi því, því miður illa út úr sér. Annars hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með umræðunni frá greinum hans, sérstaklega kappræðum hans og Mal3, sem Mal3 vann með yfirburðum ef slíku er hægt að halda fram. (Hann notaði góðan rökstuðning, og Snoother því miður ekki).

Er þjóðarstolt rétt? Er hægt að segja að það sé rétt að vera stoltur að þjóð sinni?
Ég er stoltur svo mikið er víst. Ég er stoltur yfir fornhandritunum sem afi sýndi mér þegar ég var lítill, ég er stoltur yfir fallegri ljóðahefð, (en ég viðurkenni það alveg að það er líka leiðinleg íslensk ljóð og alls engin skylda að vera ljóðrænn til að teljast íslenskur) og ég er stoltur yfir því hve fallegt land þetta er og hve marga kosti sem þessi þjóð býr yfir.

Takið eftir að ég hef hingað ekki minnst á galla en þýðir ekki að ég afneiti þeim. Auðvitað er engin fullkominn.

Það er hægt að kenna þjóðarstolti um mörg stríð. Þjóðarstolt í öfgum er hættulegt rétt eins og allt annað sem fer út í öfgar. Eins og t.d. trúarbrögð, metnaður, græðgi.

Ég er þjóðernissinni, en því miður er skítafýla af því orði, þakkað vitlausum rasistum sem sjá ekki greinarmun á þjóðarstolti og útlendingahatri.

Ég hef áður sent inn greinar þar sem ég vildi banna eða a.m.k. minnka fólksflutning inn í land.
En ég hef skipt um skoðun. Kostirnir við fleira fólk í landinu slá út gallana. Afhverju ættum við að neita fólki um það að flytja inn í land sem við erum svo stolt af? Þar að auki er margt þetta fólk duglegt í því að taka að sér störf sem ekkert okkar vill og heldur þannig þjóðarbúinu uppi.

Ég er stoltur af þeirri þjóð sem lifði af harðindavetranna á nítjándu öld, tuttugustu, sautjándu og átjándu. Þjóð sem lifði af plágur og móðuharðindi. Það er mun meira afrek en að fara í stríð við aðrar þjóðir og kúga þær.

Hver er ekki sammála mér?

Við skulum muna að hver einasta þjóð hefur sín afrek til að vera stolt af. Það að standa af sér þúsund ár af harðindum, að byggja glæsilegar byggingar, skrifa merk bókmenntaafrek er eitthvað sem í raun allar þjóðir hafa gert.
Því miður eiga margar þjóðir erfitt með að skilja hve margt þær hafa gert og efast um að þær hafi nokkru sinni afrekað eitthvað.
Það eru ekki bara Íslendingar sem lúta í duftið fyrir amerískum ráðamönnum.
Ekki gleyma hver við erum og hvað við höfum gert.
Þjóðarstolt er ekki þjóðrembingur.