Jæja, ég var að frétta það að það á að fara að setja stefgjald á geisladiska, tölvur og mp3 spilara sem nemur:
Af geisladiskum með allt að 2 Gb minnisrýmd sem flokkast í tnr. 8523.9001 skal greiða 35 kr. á hvert eintak.
7) Af geisladiskum með meira en 2 Gb minnisrýmd sem flokkast í tnr. 8523.9002 skal greiða 100 kr. á hvert eintak.

1) Af tölvum með innbyggðum geislabrennurum/geisladiskaskrifurum sem flokkast í tollnúmer (tnr.) 8471.3001, 8471.4101 og 8471,4901 skal greiða 1% af verði hvers tækis.
4) Af tækjum til upptöku á minnisflögur, þ. á m. í MP-3 spilara, sem flokkast í tnr. 8520.9003 skal greiða 4% af verði hvers tækis

Þetta finnst mér vera rugl og ekki samanburðarhæft við video eða segulbandstæki, því að ég sé engann annan tilgang í td segulbandstækjum en að hlusta á upptökur eða taka upp. Með videoum er þó hægt að horfa á leigðar spólur. Mér finnst allt í lagi að leggja þetta á tölvurnar og mp3 spilarana, en að leggja 35 krónur á tóma geisladiska??? Það næstum tvöfaldar verðið á þeim ódýrustu! Þeir ættu að leggja ca 2%-5% á þá, ef þeir þurfa þá endilega að leggja eitthvað á þá.

Og hver er ástæðan fyrir þessu? að þú gætir hugsanlega mögulega kannski skrifað tónlist eftir íslenskan höfund á diskinn? Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leiti að ég hef átt skrifara í 2 ár og skrifað hundruði diska, en aldrei, ekki einu sinni hef ég ólöglega skrifað tónlist eftir íslenskan höfund. Ég veit ekki með aðra en ég mun örugglega ekki heldur koma til með að skrifa tónlist eftir íslenskan höfund svo lengi sem ég mun eiga þessa tölvu.

Ég held að málið sé, að hækka skattinn um 1-2% á tölvunum og mp3 spilurunum og afnema eða lækka MJÖG mikið skattinn á geisladiskunum.

Endilega segið mér hver skoðun ykkar á þessu er, og hvort þið stundið það í stórum stíl að fjölfalda tónlist eftir íslenska höfunda :)
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”