Mér finnst það alveg fáránlegt að Eurovisionlagið okkar skuli verða sungið á Íslensku. Ég fatta þetta bara ekki alveg. Á þetta að vera einhver tilraun til þess að upphefja íslenskuna, eða er þetta bara einhver sérviska? Persónulega get ég ekki séð að það sé okkur eitthvað til framdráttar að syngja á tungumáli sem mjög fáir skylja, nema þá bara við sem búum hérna. Það er alltí lagi að reyna að halda tungumálinu okkar hreinu og allt það, en það gerist ekki með því að vera að þröngva listamönnum til þess að tjá sig á því. Ok, þetta er Eurovision og allt það, en þeir sem fylgjast með þessari keppni þeir vita það að það er alveg hundleiðinlegt að hlusta á þau lög sem sungin eru á einhverju tungumáli sem enginn skilur. Og þau lög komast mjög sjaldan eitthvað áfram og ekki hefur okkur íslendingum gengið svo vel fram að því að við fórum að syngja á ensku svo fólk gæti nú skilið það sem er verið að segja! Mér finnst þetta bara algört bull og vera skref aftur á bak fyrir okkur.