Út af því ég hef lent í mikilli orðahríð út af skrifum mínum og gagnrýni á jafnréttislögum og jafnréttismálum þá vakti þessi frétt í morgunblaðinu athygli mína. Þar kemur fram að samkvæmt lögum um jafnréttismál þá kveða þau á um að þau séu sett til að jafna stöðu kvenna sérstaklega. Ég verð að segja að ég held það verði að finna annað nafn á þessi lög ? t.d kalla þetta ?ég er femínisti og kona og fékk í gegn lög sem gera mér kleift að fá mínu fram? lögin. Þessi lög hafa ekkert að gera með jafnrétti, nákvæmlega ekkert.

Í jafnréttislögum er kveðið á um að hæfasti einstaklingurinn eigi að vera ráðin, það var metið svo að annar umsækjandi væri hæfari en þessi kona sem sótti um. En af að skoða rök sem hún kemur fram með í kærunni þá talar hún um að það sé lagaleg skilda að láta konur ganga fyrir því þær séu færri í þessari starfstétt ? þetta er einmitt það sem ég hef verið að segja áður. Konur búa til jafnóðum rök og forsendur fyrir að þær eigi að ganga fyrir í öll störf sem þær vilja komast í, ef ein rök eða forsenda er hrakin þá koma þær með annað. Eins og mér var bent á, það eru allir eiginhagsmunaseggir ? líka konur.

http://www.leit.is/thjonsla/go.aspx?url=http://www. mbl.is&mid=11

Héraðsdómari kærir dómsmálaráðherra til kærunefndar jafnréttismála
Hjördís B. Hákonardóttur, héraðsdómari hefur sent kærunefnd jafnréttismála kæru og gerir kröfu um að kærunefndin staðfesti í áliti að með skipan í embætti hæstaréttardómara í ágúst 2003 hafi dómsmálaráðherra brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Í greinargerð með kæru Hjördísar segir m.a. að málið byggi á því að ákvörðun dómsmálaráðherra um að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson sem dómara við Hæstarétt hafi brotið gegn tilgangi og markmiðum jafnréttislaga. Með henni sé viðhaldið kynjamisrétti og ójöfnuði milli kvenna og karla. Dómsmálaráðherra hafi þvert á móti borið að gæta jafnréttissjónarmiða, vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla og bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu.
Þá hafi ráðherra að auki borið, samkvæmt lögunum að vinna markvisst að því með ákvörðun sinni að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Í þessu sambandi vísar Hjördís til þess að af níu dómendum Hæstaréttar séu aðeins tvær konur og áhrif kynjanna séu ekki jöfn við úrlausnir Hæstaréttar. Það sé óumdeilt að dómar Hæstaréttar hafi iðulega stefnumótandi áhrif í samfélaginu. Jafnréttislögum sé ætlað að jafna stöðu kvenna og karla. Ákvörðun dómsmálaráðherra brjóti gegn þessu markmiði og ákvörðunin miði því ekki fram á veg eins og dómsmálaráðherra hafi verið lögskylt að stuðla að.