Þessa grein ætla ég að skrifa með huga minn að jafnrétti. Fékk nokkra búta lánaða frá hagstofa.is og segi svo skoðun mína á málunum.

Frá Hagstofa.is…..

“Á fyrsta ársfjórðungi 2003 voru að meðaltali 6.100 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 3,9% vinnuaflsins. Atvinnuleysi var 4,5% hjá körlum en 3,2% hjá konum.

Á öðrum ársfjórðungi 2003 voru að meðaltali 6.800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 4,1% vinnuaflsins. Atvinnuleysi var 4% hjá körlum en 4,1% hjá konum.

Á þriðja ársfjórðungi 2003 voru að meðaltali 4.400 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 2,6% vinnuaflsins, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Atvinnuleysi var 2,9% hjá körlum en 2,3% hjá konum.”

Samkvæmt þessum hræðilegu tölum er algengara að karlmenn séu atvinnulausir. Þetta getur auðvitað verið okkur sjálfum að kenna fyrir að vera með of mikið sjálfsálit og taka ekki hvaða vinnu sem er en okkur er alveg sama! ÞAÐ ERU SKEKKJUMÖRK OG ÞAÐ ER Á ÁBYRGÐ ÞJÓÐARINNAR AÐ HAFA JAFNRÉTTI EÐA 0% MUN Á ATVINNULEYSI KYNJANNA!

Ég vil að það verður sett í jafnréttislög að það má ekki vera meiri en 0,1% munur á atvinnuleysi kynjanna (eða eins og öðrum ársfjórðungi ársins). Það er hægt að gera þetta bæði með því að reka fleiri konur eða að ráða almennt fleiri karla í störf!

Þar sem að feministar vilja 0% mun á launum kvenna og karla, megum við þá ekki vilja það sama með atvinnuleysi ?

Áfram karlmenn! Áfram jafnrétti!