Á morgun, föstudaginn 10. okt. er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur.
Hann er reyndar dagur allra, ekki bara þeirra sem hrjást af einhverjum geðrænum kvillum, líka dagur þeirra sem vilja gera eitthvað í því að sleppa án þeirra í gegnum lífið!
Dagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum og unglingum með geðraskanir og það væri nú ekki slæmt ef Íslendingar gerðu eitthvað meira fyrir þessi ungmenni sín en nú er gert – ha!
Þess má geta að Smáralind verður tveggja ára þennan dag en fyrir mína parta sleppi ég ferð þangað og fer annað því það er ýmislegt í gangi í kringum þennan dag, eitthvað fyrir alla.

1. Listsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni 10 ára afmælis Vinjar (athvarfs Rauða krossins fyrir geðfatlaða) og alþjóðlegs geðheilbrigðisdags. Opið 4-12 okt. 38 manns með ýmiskonar listaverk og snilldarsýning. sjá redcross.is

2. Meiri hlátur – minni grátur. Geðræktarþing í Iðnó, föstudaginn 10. okt. kl. 13 – 16. sjá ged.is


3. Geðhlaup á vegum Geðhjálpar. Hefst kl.13, laugardaginn 11.okt við Nauthólsvík. Hlaupið 2 eða 10 km og kostar 500 – 1000 kall. Góð upphitun fyrir landsleikinn gegn Þjóðverjum!

4. ‘Okeypis á tónleika í Austurbæ (Austurbæjarbíó) laugardagskvöld kl 9 til eitthvað. Land og synir, Botnleðja, Úlpa, 200.000 Naglbítar, Lúðrahljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Bent og 7berg, Trabant.
gedhjalp.is

Myndlist, tónlist, íþróttir og vitrænar umræður - ekki slæmt.