Mér langar að vekja athygli á nokkru sem ég tel dæmi um hvað kerfið sem við búum við er ákaflega spillt.
Á síðasta ári var ég í skóla og fann hvergi hlutastarf til að hafa með.
Ég endaði þessvegna í skuld við tannlækni (alger neyð, tannpína að drepa mann). 10 þús, ekki mikið en nóg þegar maður á engan pening, ég fékk frest á borguninni, en leið tíminn og engin vinna að hafa.
Svo einn góðan veðurdag fæ ég hótunarbréf frá lögfræðingi, þar sem lögfræðingurinn heimtaði 10 þús kall aukalega fyrir að senda mér þetta bréf, nú ég varð að hætta í skóla til að auka líkur mínar á djobbi og fann það loks, skitin staða hjá sundlaug og álíka skitin laun, en nóg til að ég gat samið um greiðslur við lögmannshelvítið, en þessi samningur kostaði mig 5000 aukalega plús vexti og sættist ég með herkjum á þann samning við myrkravöldin. Svo einn daginn þegar ég var búinn að borga 20 þús (semsagt 2föld upprunaleg upphæð) og átti 6000 kr eftir, þá missti ég djobbið og gat ekki borgað síðustu borgunina.
þá leið mánuður og ég fékk enn eitt bréf, 6000 + 8000 kall þakka þér fyrir, semsagt lögmaðurinn var að heimta alltíallt 34000 kall, eða 24 þúsund fyrir það eitt að senda mér hótunarbréf!
Ég er að sjálfsögðu saltvondur og dettur ekki til hugar að borga þetta andskotans þjófagjald, því að þetta er ekkert annað en helvítis þjófnaður og misnotkun á valdi.
hvernig í andskotanum þetta getur talist löglegt er svo ótrúlega lygalegt að tekur ekki nokkru tali. Enda ætla ég að bara leyfa þeim að senda bréf áfram og senda þetta fyrir dómstóla eða hvað sem þeim dettur í hug. Ég á ekki neinar eignir og það er lítið að hafa hjá mér, þannig að ég er lítið hræddur við þetta skrímsli sem kerfið hér greinilega er, þeir geta þá bara hent mér í fangelsi ef réttlætið í þessu landi er svo bágborið og hef ég áhuga á að reyna ef svo er. Það sem mér er spurn er : hve marga hafa þessir lögmenn féflett með þessu móti í gegnum tíðina og hve margir hafa borgað vegna hræðslu við að missa allt sitt?
Ég hugsa að þeir séu afar margir. Spurningin er aðallega hvað annað í þjóðfélaginu er álíka og þetta, Löglegir handrukkarar á ferð með lagabækur að vopni. Ég hef lengi talið að við lifðum í spilltu og óréttlátu þjóðfélagi en þetta var dropinn sem fyllti mælinn.
Ég hvet alla þá sem eru svipuðum aðstæðum að skrifa inn, eða þá sem eru með hugmyndir að pikka á lyklaborðið.
Allir þeir sem telja þetta sanngjarnt hjá lögmönnunum( meira segja bankarnir eru ekki svona ósvífnir) geta farið í rass og rófu.