Ég sá þetta á forsíðu Morgunblaðsins í dag og verð ég að segja að mér er skemmt, mér verður hugsað til fólks sem hótaði mér öllu illu út af skrifum mínum um femínista og jafnréttislög, en hvað eru þá þarna fólk við stjórn hjá KHÍ sem eru kvenna hatarar, eða er það loks svo að jafnréttislög sem konur og femínistar hafa barist fyrir eru að koma þeim í haus , BWAHLOLOL :D

Ennig man ég eftir rökum sem var komið með á mig um könnun sem segir að fleistir kennara séu miðaldra karlmenn, ekki skil ég hvernig mögulegt er að fá út þá niðurstöðu í þeirri könnun ef horft er á 85% töluna í fréttinni að neðan.


Tekið af www.mbl.is

Rektor Kennaraháskóla Íslands segir alvarlegt hversu lágt hlutfall af nemendum skólans er karlar og segir að nú sé til umræðu innan skólans að setja svokallaðan kynjakvóta á fyrir næsta haust til að auka hlutfall karla í skólanum.
“Við erum að ræða núna hvort við ættum að setja kynjakvóta, sem mundi þýða að karlmenn ættu forgang upp að vissu hlutfalli,” segir Ólafur Proppé, rektor KHÍ, og telur ekki ólíklegt að þessi leið verði farin fyrir næsta haust. Ákvörðunar um þetta er að vænta í kringum áramót, en skólinn auglýsir eftir nemendum fyrir næsta skólaár í mars ár hvert.

“Við höfum miklar áhyggjur af kynjahlutfallinu í skólanum, hlutfallið er um 85% konur og 15% karlar í dag, mismunandi eftir brautum,” segir Ólafur. “En það er alvarleg ákvörðun að taka inn karl og hafna á móti konu sem er kannski með betri árangur, það má líka deila á það.”


Einnig kvóti á aldur og búsetu?
“Það er fleira en bara karlar sem við erum að skoða. Við erum að ræða hvort við ættum að setja kvóta á aldur. Nemendur okkar eru fremur gamlir, og verið er að ræða hvort t.d. ætti að gefa nýstúdentum möguleika á einhverjum kvóta,” segir Ólafur. Einnig bendir hann á að fólk með búsetu utan höfuðborgarsvæðisins sé fátt í skólanum og hugsanlega megi setja kvóta á það.