Var að rúlla gegnum gervihnattastöðvarnar og tók eftir enn einum af þessum svokölluðu raunveruleika sjónvarpsþáttum. Í þessum er fundinn einhver myndarlegur byggingarverkamaður, settur í Franskan kastala og svo er náð í 20 gellur til að keppa um, eða láta hann velja úr. Þvi er svo logið að þeim að hann sé nýorðinn milli !

Þessi gaur veit lítið í sinn haus (nema kannksi að reyna við e.h bargellur í smábænum sýnum) og það þarf að kenna honum með hverjum mat eigi að drekka rautt eða hvitt vín. Svo á hann að hitta píurnar á hesti( þetta er allt svo klisjukennt) en hann hefur aldrei setið hest ! Strax fyrst kvöldið er helmingi stelpnanna hent út þegar hann hefur valið í “úrvalsliðið”.

Ég er að spá í hvort allir þessir þættir eigi rétt á sér og af hverju þeir eru svona vinsælir, er þetta ekki bara ákveðinn tegund af klámi, þetta er “vouyerismi” þ.e. að fá kikk út úr því að fylgjast náið með öðru fólki. En mér finnst þetta byggja á neikvæðum reglum, samkeppni sem leiðir af sér öfund ofl., og síðan að lokum útilokun fyrir flesta. Er líf svona margra orðið það rútinerað og innantómt að það vilji horfa á vonir og þrár annara og niðurlæingu sumra sem afþreyingu ?

Og nú er byrjað að gera þætti um þættina, þar sem þeir sem tóku þátt lýsa því hvað þau fóru illa út úr þessu, fannst þau misnotuð og að það ætti að banna að gera svona þætti !

En hvenær kemur svo að fyrsta Íslenska raunveruleikaþættinum ?