Þessi grein er skrifuð vegna þess að ég er reið útaf því hvað dómar í kynferðisafbrotamálum eru lágir (dómar í ofbeldismálum eru þó almennt of lágir og fáránlega tekið á þeim). Ég hef þörf fyrir að skella skuldinni á einhverja eða einhvern þátt samfélagsins og hef pælt í þessu mikið og held ég sé búin að finna harða og sársaukafulla ástæðu fyrir því að komið er framvið börn einsog lygara, nauðganir á þeim afskiptar og síbrotmenn í sífellu dæmdir í skilorðsbundin fangelsi og fá aukna vernd með því að vera sendir á Kvíabryggju ef þeir eru á annað borð dæmdir, til að minnka líkurnar á að brotið verði á þeirra réttindum í fangelsinu.

Það sem ég held að við verðum að horfa á er þetta: Það er alvöru fólk sem býr til lögin. Alvöru fólk sem rannsakar málin. Alvöru fólk sem segir frá og alvöru fólk með lagagráður og dómarahúfur sem ákveður refsingu fyrir þá menn sem hafa gerst sekir um að særa blygðunarkennd hinna minnstu sálna og hugsanlega (já það er ógeðslegt) svívirða börn sem jafnvel eru þeirra eigin.
Ég á engin börn en mér þykir afskaplega vænt um þau, hvar sem þau eru í heiminum og ég tárast næstum þegar ég hugsa til þess að þau líði kvalir sem þau skilja ekki ástæðuna fyrir. Hérna í okkar siðmenntaða samfélagi eru menn að brjóta gegn þeim helga rétti lítilla barna að ekki sé verið að meiða þau eða særa á hátt sem tengist þeim allra helgustu leyndardómum mannkyns. Ég er að tala um kynlíf og tilfinningar tengdum nánum mannlegum samskiptum. Þegar ég var barn skildi ég ekkert um kynlíf. Flest börn gera það ekki. Þau tala kannski um það og eru forvitin en enginn raunverulegur skilningur eða áhugi fer að myndast fyrren náttúran telur það tímanlegt. Þessvegna segir það sig sjálft að það sem gert er við lítil börn, svona ofbeldi gegn þeim, mun sitja fast, ígreipt í sálina gegnum allt þeirra líf og hvað mest áberandi þegar kemur að því að stunda kynlíf eða jafnvel eiga í einhversskonar nánum tilfinningasamböndum við annað fólk. Þetta er hroðalegur dómur yfir manneskju. Hugsanir á hverjum einasta degi um eitthvað sem kannski faðir, frændi eða ókunnugur maður gerði. Svo var það kannski aldrei almennilega viðurkennt eða hefur ætíð verið leyndarmál. En ég ætla að koma mér aftur að kjarna máls míns.
Það er einhver ástæða fyrir því að það er tekið á þessum málum einsog gert er hér á landi. Mín tilgáta er sú að það sé fólk með stórgallaða og stundum bælda siðferðiskennd og undirgefningshátt sem er við völd og hefur einhverja burði til að ná fram réttlæti. Mál eftir mál er tekið fyrir í fjölmiðlum og þjóðin hristist í sameiningu við að byrgja inni skilnings og reiðitárin. Við vorum öll einu sinni börn og rannsóknir benda til að alltof stór hluti, sérstaklega kvenna, hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi einhverntímann á ævinni. Það er svosem annað mál, nauðganir á fullorðnum konum, það sem ég er að tala um hér er þetta með börnin og hvernig eitthvað fólk sem situr í dómarasætum er að dæma mennina sem misnota þau mjög vægt. Einhverjir lögfræðingar berjast líka fyrir þá og kannski eru einhverskonar réttarhöld þarsem framburður hins misnotaða barns er dreginn sundur og saman. Hversvegna er frekar tekin áhætta á því að hugsanlegir tugir barna verði misnotaðir til viðbótar en saklaus maður sitji í fangelsi í 1 ár (frekar staðlaður dómur fyrir mikla misnotkun)? Ég skil þetta ekki því við vitum að krakkar sem eru að rifja þessa geðveiki upp á unglingsárunum eru ekki að ljúga ef þetta eru góðir krakkar eða einhverjir þarsem færa má sönnur á að eru búnir að eiga erfitt. Það er samt alltaf verið að rengja fólk og senda þau skilaboð útí samfélagið að einhver börn séu að ljúga upp kynlífsathöfnum bara svona uppúr þurru. Alvöru fólk er að taka þátt í að koma þessum skilaboðum áleiðis, fréttamenn og blaðamenn nota orðalag sem pirrar mig afskaplega mikið og gefur til kynna að þetta sé allt bara eitthvað meint athæfi. Alls enganvegin endilega sannleikur. Fórnarlambið er í ÖLLUM fréttum alltaf meintur lygari og kynlífsfantasíukrakki. Og þegar maður hugsar til þess að þetta eru oft feður barnanna og að þeir fá bara dóm í einhverja mánuði, þetta er óskiljanlegt. Kannski er ég bara svona skrítin en mér finnst það að þessir menn eiga börn og eru að drepa sálina í sínum eigin börnum (látandi undan þessum sjúka losta sem ég skil ekki en veit ég myndi ALDREI láta undan þótt ég hefði) vera mjög svo hroðalega alvarlegt mál og nauðsynlegt að læsa þá inni í langan tíma. Bæði sem refsingu og vernd fyrir samfélagið. Svo er reynt að sprauta menn í Þýskalandi(held það sé landið) sem eru síbrotakynferðisglæpamenn til að minnka kynhvötina. Mér finnst það mætti alveg vera skylda hér ef sannað þykir að fullorðinn karlmaður hafi látið kynlífsþörf sína brjótast út á varnarlausu barni. En nei, mörgu eldra fólki finnst það efalaust brjóta algerlega gegn rétti glæpamannsins til að lifa kynlífi með konum og hugsanlega eiginkonunni.
Það er ótrúleg, brjálæðisleg hreinlega, bæling búin að vera í gangi í þessu samfélagi varðandi þessi mál. Þessu alvöru fólki sem ég minntist á hér að ofan og er á vissan hátt ábyrgt fyrir því hvernig staðan er í dag, finnst mjög erfitt að takast á við þá staðreynd að svona sé þetta. Börn eru svívirt og það hefur áhrif alla ævi. Ég held að fólk sem er komið yfir ákveðinn aldur hafi verið alið upp og síðar á ævinni þróast til að útiloka það sem er óþægilegt og fellur ekki að eðlilegri heimsmynd. Hver kannast ekki við viðhorf miðaldra fólks gagnvart samkynhneygðum “þetta er eflaust ágætis fólk en ég vorkenni því” eða “ja mér finnst þetta skrítið og bara ekki eðlilegt”. Svo vill það ekkert tala um það eða vita frekar um samkynhneygða. Þetta er eins með barnanauðganir og feður sem fara inní svefnherbergi og káfa á 5 ára gömlum dætrum sínum. Alvöru fólkið sem ræður, rannsakar og dæmir vill ekki trúa að þetta sé svona alvarlegt. Svo er öllu skuggalegri hlið á þessu, en hún er sú að í þjóðarsálinni hafi á einhverju tímabili verið komið svona “Hver verður að standa sína pligt” og “Hver hefur sinn djöful að draga, best að þegja um það” viðhorf. Ég hef heyrt um ótrúlega hluti, einsog 15 ára stelpur að eignast börn með miklu eldri mönnum og enginn segir orð heldur er þetta bara litið hornauga. Það er alltaf þessi bæling. Ég held það einkenni okkur alveg hrikalega og dregur t.d úr hæfni fjölmiðla okkar til að hrópa og gagnrýna og nísti allveg inní réttarsali landsins og hjörtu dómaranna sem eru þetta miðaldra og þaðanaf eldra fólk sem hefur vanist þessum hugsunarhætti að sleppa sér ekki í grafískum hughrifum heldur bara hugsa um kaldan lagabókstafinn og það að þessi maður sem stendur frammi fyrir dómnum gerði nú ekki annað en að fitlast eitthvað í barni. “Ekkert vera að pæla í hvernig, bara koma þessu máli frá, það er andskotans fjölgun á þessum málum, krakkalýðurinn aldrei til friðs með sínar sögur!”

Ég er þó bjartsýn í lok greinar, það mun koma ný kynslóð og svo önnur. Fólk sem er alið upp við að fylgjast með vinsælum hugsjónum, þaðer í tísku að vera fanatik á tilgangslausa hluti sem mjög gáfulega og að hafa sterka og háværa siðferðiskennd er sumstaðar kennt í skólum nútildags. Ég dáist að hugmyndasamfélagi okkar og hvernig við erum ætíð að verða opnari, meðvitaðri og fróðari. Það mun verða sópað til í réttarsölum landsins og ef háværar raddir myndu alltaf sameinast í reiði eftir hvert einasta óréttláta dómsmál þarsem hættulegur glæpamaður er einungis tekinn úr umferð í stuttan tíma eða bara alls ekki vegna “tæknigalla” eða “mistaka í yfirheyrslu ásakandans(þá barnsins væntanlega)” þá þurfum við jafnvel ekki að bíða í 10 ár. Á þetta ekki að vera auðvelt? Lagaramminn leyfir þunga dóma og hægt er að gefa einhverjum sérfærðingum fjármagn (á okkar wannabe ríka landi er nú samt allt í fokki svo kannski eru engar lausnir) til að byggja upp einhver meðferðarúrræði og svoleiðis dót. Bara að allir opni augun, t.d þeir sem þekkja þetta bælda siðferðislegablinda lið sem er við völd tali við það og segi þeim að drullast til meðvitundar. Ég vil líka að fjölmiðlar og þeir sem fjalla um þessi mál noti sinn frjálsa tjáningarrétt vel og með tilgangi til að leggja baráttunni fyrir þessum litlu fórnarlömbum ofbeldis lið. Það er ekkert mál VIÐ MEGUM ÞAÐ.