Undanfarið hef ég verið að fylgjast með og taka þátt í umræðunni um 2 hermenn sem stungu Íslending. Ég fór að velta því fyrir mér hvort þessi umræða hefði orðið jafn umfangsmikil ef þetta hefðu einfaldlega verið 2 Íslendingar að stinga annan Íslending. Persónulega tel ég það afar hæpið, allavega hefði umræðan ekki orðið jafn hatramleg, menn voru með lýsingar orð um hóp fólks sem ég tel ekki við hæfi að hafa eftir hér.

Ég hef alltaf haldið að við Íslendingar værum ekki kynþáttahatarar, við værum svo opin fyrir nýjum hlutum sem fylgdu nýju fólki frá framandi stöðum, hvort sem það kæmi frá Afríku eða Ameríku.
En undanfarið hef ég orið var við aukna fordóma í garð fólks af asískum uppruna og fólks almennt sem ekki virðist vera með sama föla litarháttinn og við (hvít).

Fordóma má finna á hinum ýmsu stöðum samfélagsins allt frá einelti í skólum til fréttaflutnings. Nýjasta dæmið virðist vera um atvik sem átti sér stað að ég held í breiðholtinu þar sem hópur ungmenna réðst inn á heimili fólks í þeim tilgangi að beita það ofbeldi. Fréttamenn eru farnir að nota frasa á borð við “ maður af asískum uppruna rændi…”. Auðvitað ætti það að ver sjálfsagður hlutur að taka fram kynþátt fólks í fréttum en slíkt virðist ala upp forsóma hjá vissum hópi fólks.
Það er svo margt í samfélaginu sem virðist hafa áhrif á hegðun okkar gagnvart fólki af öðrum kynþátti sem dæmi má nefna atvinnuástand, einig þá tilhugsun að fólk tali ekki íslensku eða önnur germönsk mál og ekki má gleyma blessuðu slátrinu, það er enginn alvöru íslendingur nema borða slátur og drekka mysu.
Þó síðasta athugasemdin hafi verið hugsuð meira sem grín en alvara þá eru fórdómar að mínu mati oftar en ekki byggðir á einhverju sem virðist skynsömu fólki ekkert annað en tóm vitleysa og grín. Enda þegar einhver segir mér að þessir eða hinir séu ekket annað en heimskir negrar eða grjón eru fyrstu viðbrögð mín oftast “ertu ekki að grínast vænininn þér getur ekki verið alvara”.

En þegar á öllu er á botni hvolft þá virðast fordómar vera sprotnir af vanþekkingu og sú vanþekking er ekki bundin við einhvern hóp heldur virðumst við okkur öll vera fórnarlömb hennar. Við höfum örugglega flest hagað okkur öðruvísi þegar við erum innan um fólk af öðrum uppruna, allavega veit ég það með sjálfan mig að þá haga ég mér allt öðruvísi í krningum t.d. fólk af öðrum litarhætti. Ég fer ósjálfrátt að hugsa um það að vera ekki dónalegur við það og að passa mig á því að sýna því ekki dónaskap til að verða ekki litinn rasismi og því enda ég oft á því að koma fram við þetta fólk eins og börn. En á sama tíma fer ég að pæla í því hvort þessi svertingi sé með hníf á sér eða hvort hann sé að selja eiturlyf og svo finnst mér alltaf eins og allir með gulan húðlit hljóti að kunna karate eða kung fu.
Það er ekki af illum ásetningi sem ég hugsa þetta það virðist bara auðveldara að trúa þessu en að kynnast þessu fólki og menningu þeirra og þannig koma í veg fyrir fordóma.

Við búum í samfélagi samsettu af fólki af ólíkum uppruna
og með mismunandi menningu, skoðanir og mismunandi langarnir en eitt eigum við öll sameiginlegt og það er að við erum öll mannleg og eigum öll okkar vonir og drauma um að lifa góðu lífi og eiga bjarta framtíð.
Kæru hugverjar leggjum alla fordóma til hliðar í skrifum okkar og leyfum þeim að rotna í friði eins og hverju öðru sorpi sem við hendum frá okkur.

Takk fyri