Sumir (þar á meðal margir gestir huga.ia) vita fátt skemmtilegra en gott “flame”. Ég hef því áhveðið að skrifa hér pistil með góðum
ráðum til að gera fleimið enn skemmtilegra. Þessar aðferðir eru þrautreyndar að atvinnumönnum í að rífast á netinu (hver man ekki eftir fólki eins og “peace4all”). Til að byrja með er að velja sér grein til að svara. Ég mæli með áhugamáli sem þú, kæri fleimari, veist sem minnst um. Svo er bara að byrja fjörið.

#1. Talaðu alltaf eins og þú vitir hvað þú ert að tala um, þó þú hafir ekki hugmund um það. Vitnaðu í sérfræðinga, tölfræði og
“staðreyndir”
Dæmi: “67% kvenna hata karlmenn”, eða Samkvæmt “Nature magasine”
eru kettir náskyldir rottum.

#2. ALLTAF alhæfa. Mjög góð og reynd flamebait aðferð. Aldrei hægt að fá nóg af henni.
Dæmi: “Danstólistarfólk eru ellupopparar”. Eða “þeir sem hlusta á Metallicu eru með minni typpi en meðalmaður”.

#3. Aldrei nota ljót orð um aðra. Reglan sem oftast er brotin.
Talaðu frekar niður til fólks, snúðu útúr og misskyldu allt sem það segir.

#4. Aldrei gefast upp. Þó að það sé búið að bakka þig út í horn
og allir á móti þér. Það er bara betra þannig.

#5. Aldrei taka neinu persónulega. Vandamálið liggur alltaf hjá
hinum aðilanum.
Dæmi: Einhver kallar þig heimska(n) eða kemur með góð rök á móti þér. Svar “Ég vil benda þér á að lesa svar mitt aftur þar sem þú hefur ekki skilið það”.

#6. Finndu leið til að blanda viðkvæmum málum inní allar umræður.
Trúmál og stjórnmál virka alltaf.
Dæmi: Það stendur í biblíunni að hundar séu vondir.

#7. Vertu dómharður á allt sem þú skilur ekki, alla minni-hlutahópa og hitt kynið.

#8. Vertu alltaf ósmmála fjöldanum.

Í lokin er svo vert að tíunda nokkur dæmi um “Brotin rök”. Til að
koma í veg fyrir einhæfni verður að krydda fleimið. Brotin rök eru tilvalin til þess.

1. Ég er heimurinn.
Dæmi: Ég fíla ekki danstónlist, þaraðleiðandi er danstónlist ekki vinsæl.
2. Vitlaus greining á orsök og afleiðingu.
Dæmi: Til að grennast farðu þá bara í minni buxur.
3. Tölfræðiblinda
Dæmi. ég ætla setja alla peningana mína í Lottó vegna þess að vinningurinn er svo hár.
4. Brenglað áhættumat
Dæmi: Ég drepst hvort sem er á endanum svo afhverju ekki heimatilbúið teigjustökk.
5. Brotin rök
Hann er ekki glæpamaður hann bara gerir hluti sem eru ólöglegir.
6. Hringrök
Dæmi: Ég hef rétt fyrir mér vega þess að ég er gáfaðri en þú, ég er gáfaðri en þú vegna þess að ég hef rétt fyrir mér.
Kenna hlutnum um.
Dæmi: Byssur drepa fólk, Ég keypti alfræðiorðabók en ég er ennþá heimskur, þær eru því gallaðar.
Sönnun vegna skorts á sönnunargögnum
Dæmi: Þú drekkur ekki sem þýðir að þú hlýtur að vera vottur.

Dæmin er vissulega miklu fleiri og hvet ég fólk til að finna sín
séreinkenni. Ef allt annað bregst þá er bara að gagnrýna stafsetningu. Ég vona að þessi grein hafi reynst gagnleg og ekki vera feimin að fleima hana :)