Ég vil byrja á að taka fram (áður en einhver byrjar að nöldra) að ég hafði hugsað mér að setja þessa grein inn á dulspeki, en daldi svo að hún ætti frekar heim hér, af frekar augljósum ástæðum. Einnig vil ég taka fram að þetta er ekki skítkast út í sértrúarsöfnuði.

Eins og aðrir, þá hafa sértrúarsöfnuðir rétt á sínum skoðunum. flestir þeir sem að eru í slíkum söfnuðum, eru þar samkvæmt eigin sannfæringu og trúa því sjálfir sem þeir eru að segja öðrum. Þó eru til undantekningar og hef ég afar undarlega sögu að segja:

Þegar ég var 14 ára gömul, kom kona og “vitnaði” fyrir mér (vitnaði = segja frá biblíunni) og sannfærði mig um að koma með sér á samkomu (messu hjá sértrúarsöfnuðum). Hún boðaði ekkert nema kærleik og þótti mér afar spennandi að koma í kirkjuna þeirra. Þeir meiga eiga það að messurnar hjá þeim eru helmingi skemmtilegri en í þjóðkirkjunni. Allir tóku voða vel á móti mér og ég hélt að þetta væri svona dagsdaglega. Ég kom á nokkrar fleiri samkomur og líkaði ágætlega. Svo vorum við að ræða um Guðs orð (biblíuna) og trúði ég nú tæplega ÖLLU sem þar stóð. Allavega ekki bókstaflega. Þá kemur maður til mín og segir mér að ef ég trúi þessu ekki, þá fari ég beina leið til helvítis þegar ég dey, ásamt öllum þeim sem ekki “trúa” því sem stendur. Svo fara alltaf einhverjar samkomur hjá þeim í það að lýsa fyrir söfnuðinum hvernig helvíti er í smáatriðum. Einnig skyldi ég brenna allt sem ég á sem er ekki “guði þóknanlegt”, annars fer ég líka til helvítis.
Ég dauðskammast mín fyrir að segja þetta, en ég trúði honum. Ég vona að engin noti það gegn mér. Ég gerði mistök, það kemur fyrir. Þó hef ég það mér til varnar að ég var 14 ára gömul og kom frá heimili sem að ofbeldi af hálfu annars foreldris, á mér, systkynum mínum og hinu foreldrinu tíðkaðist. Því held ég að það sé óhætt að segja að ég hafi verið frekar berskjölduð og þessi maður var einfaldlega að notfæra sér það. Svo í marga mánuði horfði ég á þetta fólk, segja sömu hlutina við óharðnaða unglinga sem, eins og ég, trúðu þessu og þorðu ekki annað en að trúa (ef trú skyldi kalla). Ennig breyttist afstaða hinna safnaðarmeðlimanna smátt og smátt í minn garð, þar sem þau töldu að ég væri þeirra. Það var alger hending ef einhver var vingjarnlegur við mig. Sér til varnar sögðust þau ekki meiga vera að því að vera góð við núveandi safnaðarmeðlimi sökum þess að þau voru of upptekin við að sannfæra utanaðkomandi um hversu góð þau voru (um leið og ég sagði þeim að ég trúði á guð litu þau á mig sem frelsaðan safnaðarmeðlim og reyndi sygnt og heilagt að fá mig til að taka skírn, sem ég hafnaði, sem betur fer).

Mig langar að segja, að það að segja þetta við 14 gamla, óharðnaða unglinga, er andlegt ofbeldi og þetta flokkast undir barnanýðslu. Ég átti sem betur fer aðeins tvo geisladiska sem voru ekki “guði þóknanlegir” þannig að fjárhafslegt tjón mitt var í minnsta lagi, ólíkt mörgum öðrum. Ég veit um dæmi þess að fólk hafði átt á annað hundrað geisladiska sem fóru beint í ruslið. Hvað kosta svo margir geisladiskar? Þess má geta, að aðal markhópurinn hjá þeim vorum einmitt unglingar, einmitt út af því að þeir ERU berskjaldaðastir.

Eftir nokkra mánuði sá ég í gegnum þau og lét mig að sjálfsögðu hverfa. Ég trúi á Guð og Jesú og englanna og allt það. En ekki eins og þau. Samkvæmt kenningum þeirra fer ég til helvítis þegar ég dey. En það er þeirra mál. Ég trúi öðru og það er það eina sem skiptir mig máli. Auðvitað eru svona söfnuðir í minnihluta og ekki algengt að þetta komi fyrir. Þó tel ég að ef foreldrar taka eftir því að börnin stundi þessa söfnuði, þá eiga þeir að fylgjast gaumgæfilega með og fræða börnin sín jafnóðum. Jafnvel skreppa með þeim á samkomur og athuga hvernig boðskapurinn hjá viðkomandi söfnuði er. Það á enginn skilið að þurfa að lifa lífinu þannig að vera í stöðugum ótta við að fara til helvítis. Því er niðurstaða mín sú að sértrúarsöfnuðir eru bara af hinu góða. En það er alltaf ástæða til að fara varlega. Sérstaklega ef börn eiga í hlut.


Hafið það gott,
Fairy