Áhrifin af morðinu á Önnu Lindh <i>Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lést á Karólínska sjúkrahúsinu í morgun af völdum innvortis blæðinga sem hún hlaut eftir að ráðist var á hana með hnífi í verslun í miðborg Stokkhólms í gær. Anna hlaut sár á bringu, handlegg og maga. Hún fór í aðgerð á sjúkrahúsinu í gær, sem stóð yfir fram eftir nóttu, en þá kom í ljós að hún hafði hlotið miklar innvortis blæðingar. Allt kom fyrir ekki og Anna Lindh lést klukkan 3:29 í nótt að sögn talsmanna sjúkrahússins. Árásarmaðurinn var enn ófundinn í morgun.</i>

Eftir að þessar fréttir heyrðust urðu margir ef ekki allir harmi slegnir, engin átti von á þessu. Nema hvað að Önnu hafði verið send fjölda morðhótunarbréfa einhverjum vikum fyrir morðið. Öryggismyndavélar búðarinnar sem var ráðist á hana í brugðust en þær náðu ekki nógu og góðu myndum af árásamanninum, þó svo að lögreglumenn í Stokkhólmi hafi náð að bera kennsl á myndirnar og telja sig vita hver þarna var að verki. En mín spurning er sú, teljið þið að þessi atburður eigi eftir að hafa áhrifa á kosningarnar ?