Sæl öll,

Ég hef verið að velta því fyrir mér afhverju Íslendingar, þá sérstaklega ungir Íslendingar ferðist ekki meira um Evrópu.

þá er ég ekki að tala um 2 - 3 vikur a Spáni eða Portugal heldur að fara í bakpokaferðalag,
Ég hef nú búið erlendis i næstum 5 ár og hef tekið eftir hvernig ungt fólk frá Bretlandi og Írlandi er að flakka út um allt! og það kostar sáralítið ef maður gerir það rétt.

Ég veit að það kostar alltaf einhver helling ad koma sér frá klakanum en eftir það þá er hægt að ferðast fyrir voðalega lítinn pening t.d. flug frá Bretlandi til Frakklands kostar um 5pund + skatt með Ryanair
og að ferðast með rútu kostar kúk og kanil, tekur kanski sólarhring en maður fær að sjá alveg helling.

Það er líka hægt að kaupa sér lestarkort fyrir “alla” Evrópu fyrir 480 Evrur (gildir í mánuð)
svo getur maðu fengið sér vinnu á börum og veitingarstöðum út um allt og fær oft borgað með gistingu og mat.

Ég veit að það hafa margir Íslendingar farið í svona ferðir en þetta virðist ekki vera eins vinsælt og annarstaðar í Evrópu og annarstaðar í heiminum.

Ég man þegar ég bjó upp fyrir Austan (fyrir 10 - 15 árum) þá var ég að skoða svona dæmi en kostnaðurinn við að koma sér til Reykjavík + London var orðin meiri en 2-3 vikur í Portugal, og svo var ég líka voðalega hræddur við stóra heiminn og talaði varla ensku nema að ég væri fullur og hafði ekki hugmynd að að það væri svona einfalt að fá vinnu erlendis.

En í dag kostar miklu minna að fara frá Íslandi og Enskukunnátta landans er miklu betri (vona ég)
svo að ég skil ekki afhverju maður heyrir ekki meira af svona ferðum?
Kanksi er það skortur á góðu veðri á Íslandi og að við viljum frekar lyggja á strönd i 2 vikur en að þramma þvert yfir Frakkland í gönguskóm drekkandi rauðvín og borðandi illa lyktandi osta og drekka meira rauðvín…og …og… MMmmmmmmm

Takið eftir því næst þegar þið talið við einhvern sem var að koma úr svona ferð, sú manneskja hefur miklu meira að segja en “ehh jújú við fórum á ströndina og drukkum bjór, ég man nú varla eftir síðustu vikunni”

Ég skora á alla að skella sér út í þennann stóra heim og skemmta sér vel!

Takk takk

Malki.