Stofnbrautaakstur !

Nokkrar góðar reglur :

Hægri akrein er til þess að yfirgefa og koma inná stofnbrautir. Hún er einnig ætluð þeim sem aka hægt, s.s. strætisvögnum, trukkum….

Miðju akreinin er aðalæðin. Þar er umferðarstraumurinn. Það er algjört skilyrði að hleypa bílum inná þessa akrein. Þegar einhver gefur stefnuljós þá á að hægja á sér og hreypa viðkomandi inná akreinina. Ef þér finnst svo viðkomandi aka of hægt þá getur þú gefið honum merki með háu-ljósunum (sekúndubrot) og á hann þá að færa sig yfir á hægri akrein. Ef hann fylgir umferðarhraðanum á miðjuakreininni, notar þú vinstri akrein til framúraksturs.

Vinstri akrein er aðains til framúraksturs. Það er stranglega bannað að hanga á vinstri akrein. Um leið og þér gefst tækifæri áttu að færa þig inná miðju akreinina.

Há-ljós eða stefnuljós til vinstri, á vinstri akrein, þýðir að sá sem blikkar þig er á meiri ferð en þú og þarf/vill komast framúr.

Svo eru það Hazard-ljósin. Þegar þú sérð bíl í veseni fyrir framan þig sem hefur sett neyðarljósin á, skaltu setja þau á hjá þér líka. Ekki slökkva á þeim fyrr en þú ert kominn framhjá “slysstað” eða bílnum sem stendur kyrr með ljósin blikkandi. Ef hazardljós eru í gangi á bíl skal sá sem er fyrir aftan hann gera það líka, og svo koll af kolli þannig að allir viti að ekki sé allt með felldu framundan. Þetta er mikið notað á meginlandinu Evrópu.

Sjónvarpstöðvarnar ættu að fara að fjalla um stofnbrautaakstur og kenna landsmönnum að nota “hraðbrautirnar” okkar.

P.S.
Svo eru það löggurnar okkar ! Afhverju í ósköpunum er lögreglan að eyða tíma og peningum í mælingar á umferðahraða í t.d. Ártúnsbrekkunni þar sem allir keyra á 100-120 km. Þeir geta einfaldlega ekki stöðvað hundruð manna á leið til og frá vinnu - no way ! Ég vil sjá lögregluna gæta umferðahraða við grunnskóla, íþróttavelli eða bara inní íbúðarhverfum. Það er ekki eins og að borgararnir læri að bera virðingu fyrir kaffidrekkandi löggum - aðgerðalausum í Ártúnsbrekkunni.

Takk fyrir, Atvinnubílsjóri.
HEY ! BROSUM Í UMFERÐINNI :)