Gott veri kveldið kæri lesandi,ég hef tekið eftir í því síðustu daga að margir þeir er vinna í sjoppum,bíóum,búðum eða öðrum þess háttar fagnaði tala mjög takmarkaða ensku. Ég ætla að deila með ykkur mínum atvikum og vona ég að þú njótir góðs af og vonandi svarir.

Dæmi #1.

Ég og mínir tveir góðvinir eigum okkar eigin hverfissjoppu eins og vonandi flestir,en nýlega tóku við nýir eigendur og hækkuðu verðið um helming og komu með vigt með sér. Vigtin vigtar nammið og okrar þar af 13 krónum fyrir hvert 3 krónu hlaupbangsa!
Við ákáðum að hætta að verzla við þetta pakk og snúa viðskiptum okkar að sjoppu sem er neðar í hverfinu,við förum þangað hjólandi daglega og kaupum okkur krap-ís. Enn daginn þegar við erum að kaupa okkur krap-ís tekur vinur minn upp á því að tala ensku með breskum hreim. “Hello,how much is the ice-cream over there?” stúlkan sem er að vinna fer í kerfi og reynir að skilja hvað hann er að segja og kallar að lokum á einhvern Gumma til að tala við þennann stór undarlega englending sem vill fá ís-krap. Þegar Gummi kemur þá klárar vinur minn kaupin og fær sinn ís-krap. Við klárum ís-krapið og þegar við erum að fara út þá tökum við eftir að stúlkan er ein eftir og enginn Gummi. Vinur minn gengur því að henni með 10kr. og segir “i'll have one jello” hún skilur ekkert og reynir að tala íslensku við hann og endar með að við löbbum út.

Sorglegt dæmi,ég efast ekki um að þessi stúlka geti skrifað og lesið ensku,en hún á greinilega erfitt með að tala hana og skilja.

Dæmi 2#

Var í dag,ég vill ekki fara mjög náið út í smáatriði því það eru miklar líkur á að þessi einstaklingur stundi huga og vill ég ekki gera lítið úr neinum.

Ég og mínir tveir vinir ákváðum að fara á stað sem margir íslendingar fara á hvern dag og flestir ef ekki allir íslendingar hafa komið á. Þegar komið var á staðinn fórum við að gera það sem við ötluðum að gera. Við töluðum ensku en stelpan skildi ekkert afþví sem við sögðum,stundum þá muldraði hún einhvað og er ég ekki frá því að það hafi verið latína. Þegar vinur minn var orðinn leiður á þessu og erindagjörðir okkar orðnar að engu spurði hann “What is the time?” hún leit á klukkuna og ég hugsaði “nauh..hún skildi þetta!” og muldraði hún svo einhvað,en sagði ekki neitt og eftir u.þ.b mínutu þá rétti hún honum bara símann. Hún gat ekki sagt “four thirty” eða einhvað álíka!

-

Mér þykir þetta lélegt. Það eru margir sem kunna að skrifa og lesa íslensku en færri sem kunna að tala hana. Að mínu mati þá á að laga þetta. Hafa meira um munnleg próf í ensku og binda enda á það að fólk geti ekki talað ensku.

Ef þú kannt ekki að tala ensku þá geturu gleymt því að fara að mennta þig á erlendri grundu! Enska er alþjóðlegt tungumál!