Siminn Internet hefur nú nýlega verið að auglýsa það að þeir ætli að vera svo góðir við notendur ADSL 512 að þeir ætla að breyta því í ADSL 1500 á sama verði.
Þar sem ég er bara með ADSL 256 kviknaði í mér smá neisti að færa mig mig uppí ADSL 1500 og fá svaka hraða og allt í góðu. Þá fór ég aðeins að lesa betur auglýsinguna hjá Simnet.is og tók eftir því að upload hraði á ADSL 1500 verður sá sami og á ADSL 512 semsagt upload hraði verður sá sami 256Kbs.
Ég fór að hugsa,hvað græði ég á því að vera með download hraða uppá 1500Kbs þegar fæstir eru með upload hraða meiri en 256Kbs ?????
Ég downloada ekki hraðar en aðrir geta uploadað er það nokkuð ??

Ég náttúrulega er enginn Internet snillingur en ég bara get svona ýmindað mér að allavega á Íslandi séu það ekki margir sem geta uploadað hraðar en 256Kbs, þar sem yfirleitt eru flestir með sömu hraða á tengingu. Þó eru einhverjar undantekningar.

Miklu meiri líkur eru á því að utanlands séu fyrirtæki og stórir serverar með upload hraða sem hentar betur notendum með download uppá 1500Kbs, en hvað myndi ske þá ??, ég myndi leita að meira efni utanlands en innanlands því þá er ég að fullnýta hraðan sem ég er með. Hver er þá að græða ?? ég myndi líklega klára 500Mb kvótann minn mjög fljótlega og fara að borga internet þjónustunni 2.5 Kr fyrir auka X mörg megabit.

Mér finnst svona smálykt af fýlu frá internetþjónustum að til dæmis DC++ skuli vera að taka tekjur af þeim þar sem jú niðurhal innanlands er frítt.
Mér finnst þetta vera brella frá internetþjónustum til að fá notendur til að sækja meira erlendis svo hægt sé að rukka fyrir meira umfram kvóta ???????
Hvað segið þið hin um þetta ??. og endilega leiðréttið þig mig ef ég fer með rangt mál :Þ

PS: Ég ætla allavega ekki að falla fyrir þessari brellu :Þ