Góðan dag ágætu hugarar.

Eftir að hafa lesið svör við grein um Metallica á Metal-áhugamálinu fór að spá í hvað það er sem fær fólk alltaf til þess að nöldra og kvarta í stað þess að líta einfaldlega framhjá. Í þessu tilfelli hefur ungur maður verið duglegur við að skrifa gerinar um ákveðin lög með áðurnefndri hljómsveit, ekkert slæmt við það. En málið er að meirihluti svara var fólk að kvarta yfir of mörgum geinum um hljómsveitina. Af hverju sleppir fólk því ekki bara að lesa greinarnar og gerir eitthvað annað í stað þess að nöldra yfir þessu? Hvað veldur?
Svipað mál hefur oftar en einu sinni komið upp er varða myndina The Last Temptation of Christ, þegar sýna hefur átt hana í sjónvarpi. Ég man eftir því að “siðsamt” fólk (sem ekki hefur séð myndina) hefur tvisvar komið í veg fyrir sýningu hennar hjá Ríkissjónvarpinu og einu sinni á Stöð 2 með samansöfnuðu nöldri heils hóps. Af hverju ekki bara að horfa á eitthvað annað á meðan hún er sýnd eins og tíðkast erlendis eða slekkur á sjónvarpinu? Af hverju má ég ekki horfa á mynd sem særir blygðunarkennd ofsatrúarmanns? Í þessu tilfelli þá voru þetta ekkert nema fordómar um mynd sem fólkið hafði ekkert vit á og hvað þá séð.
Eflaust eru dæmin fleiri þótt ég muni bara eftir þessum. En dæmi þessi fá mig til að varpa fram spurningunni hvað er umburðalyndið?
Ég verð enda á svipuðum orðum og Dennis Leary mundi sjálfsagt gera í svona umræðu.
“If you don't like the program, change the f***ing channel and shut the f*** up!”.

Góðar stundir.
Góðar stundir.