Undanfarið hafa verið fréttir um laun og aðstöðu starfsmanna við kárahnjúkavirkjun.

Í Íslandi í býtið í morgum var viðtal fyrir framkvæmdarstjóra samiðnar, og ekki sagði hann fagrar sögur um Ítalska fyrirtækið Impregilo sem fékk þetta verk.
Hvað er að ske á Íslandi í dag, hvar eru verkalýðsfélögin, og fyrir hvern vinna þau ???. Starfsmenn eru reknir þvers og kruss, jafnvel áður enn þeir ná að taka upp úr töskunum, talið er að þetta sé viss tegund af hræðsluáróðri til að fá starfsmenn til að hræðast yfirmenn, menn eru slegnir fyrir það eitt að skilja ekki yfirmenn sem tala hvorki Íslensku né Ensku, sem jú ætti að vera lágmark fyrir yfirmenn og verkstjóra, ekki veit ég um marga Íslendinga sem tala Ítölsku ????.

Reyndar er ég hissa að Íslendingur skuli láta einhvern Ítalskan aula slá sig fyrir það eitt að skilja ekki hvað maðurinn er að segja, ég myndi svoleiðis réttan Ítalanum einn á snúðinn að hann myndi hugsa sig 2svar um áður en hann leggur hönd á Íslending aftur.

Reyndar ber að hafa í huga að þessir Ítalar eru nýkomnir úr svörtustu Afríku þar sem kannski þykir sjálfsagt að berja starfsmenn öðru hvoru, og menn þar kannski sætta sig við allan fjandann og eru ýmsu illu vanir. En þeir eru á Íslandi og verða að berja það inní hausinn á hvorum öðrum.

Launamál eru í algjörum ólestri, ekki hefur verið staðið við gerða samninga, og að Impregilo skuli komast upp með að borga Útlenskum starfsmönnum langt undir lágmarkstaxta er algjör óhæfa, 3 Evrur 240 Krónur já þetta er ekki grín 240Kr á tímann er soldið sem enginn á að sætta sig við á Íslandi hvorki Íslendingur né Útlendingur.

Hvar eru þessir menn sem eiga að berjast fyrir réttindum manna við störf á Íslandi, þeir bara sitja inná sínum skrifstofum éta rjómatertur og þykjast hvorki heyra/sjá/né skilja.

Ég lenti í rimmu við föður minn þegar virkjunarmál voru í brennidepli og sagði honum nákvæmlega hvað myndi ske ef að þetta Impregilo fyrirtæki fengi verkið, hann var hlynntur en ég óhlynntur. Núna get ég stráð salti í sárin og böggað hann á því að það sem er að ske er nákvæmlega það sem ég sagði.

Nú er Íslenskur vetur á næsta leiti og efast ég ekki um að hann mun verða ansi erfiður fyrir Ítalana þegar vinnubúðir tæki og tól fara að hverfa undir snjó eða fjúka út um allt.

Hvað segið þið hin um þetta ??????

Kveðja
Geiriv