Ætlaði að kaupa mér miða á landsleik Íslands og Þýskalands sem er 6. september. Þeir eru sniðugir hjá KSÍ! Þeir nefnilega selja BARA miða á netinu!! Sem sagt skilaboðin eru: VERIÐ MEÐ KRÍTARKORT, ÖLLSÖMUL! Ef þú ert ekki með krítarkort geturðu látið taka frá fyrir þig miða í verstu sætin á vellinum, takk fyrir. Eða þú átt kannski möguleika á að kaupa miða í forsölu hjá ESSO..EF EITTHVAÐ VERÐUR EFTIR!! Má ég spyrja: HVAÐ ER AÐ!!!! ÆTTARMÓT ÚTI Á LANDI BJÓÐA UPP Á FLEIRI GREIÐSLUMÖGULEIKA FYRIR AÐGANGSEYRI EN ÞJÓÐARLANDSLEIKUR SEM TELST MEÐ ÞEIM MERKILEGRI SEM HALDNIR HAFA VERIÐ Á ÍSLANDI!!

Nú hef ég alltaf haft trú á Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ. Sambandið er talið vera vel rekið og flest gengur vel. En síðan klikkar hann eða framkvæmdastjórn sem heyrir undir hann á svona lúðaskap! Láta hanka sig á fyrirkomulagi um sölu miða á landsleik…og það árið 2003!!

Af hverju hefði ekki bara verið hægt að hafa þetta þannig að þetta magn af miðum er selt á ákveðnum stöðum - ESSO stöðvum þá líklegast- og þetta margir á netinu. Fyrstir koma, fyrstir fá eins og alltaf hefur verið. Nei, það er ekki hægt! Of mikið vesen. Eldra fólk sem aldrei hefur notað krít og þeir yngri sem annaðhvort vilja ekki, geta ekki eða treysta sér ekki til að setja kortanúmerið sitt á netið vegna hugsanlegs stuldar á því..ÞAÐ VERÐUR AÐ BIÐLA TIL ÆTTINGJA!! Má ég spyrja: Heiti ég Marty McFly og er ég kominn aftur til ársins 1955…en nú lenti ég í SMÁBÆ NÁLÆGT ÚRALFJÖLLUM SOVÉTRÍKJANNA!!

Hollast væri náttúrlega að bojkotta leikinn en ég tími því ekki. Landsliðið á ekki að gjalda þess að heilaskemmdir séu farnar að leggjast á yfirstjórn sambandsins.

Hvað er meilið hjá neytendasamtökunum!