Tekið af mbl.is í dag:


Þörf á reglum um notkun vegaxla á Reykjanesbraut

Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, segir að þörf sé á reglum um notkun hinna svokölluðu vegaxla á Reykjanesbraut, en um hana eru ekki ákvæði í umferðarlögum.
”Þeir bílar sem keyra á vegöxlinni eru komnir út af akbrautinni. Við höfum verið á þeirri skoðun hér hjá lögreglunni í Keflavík að setja þyrfti um þetta sérstakar reglur, ekki síst þar sem ökumenn eru hvattir til þess að nota vegaxlirnar,“ segir hann.

Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segist líta svo á að vegöxlin eigi að skapa möguleika fyrir menn á að aka örlítið hægar en gengur og gerist og víkja þannig fyrir hraðari umferð.



Eru vegaxlir yfirleitt ætlaðar til aksturs?

Víða erlendis þá er alveg stranglega bannað að aka á vegöxlum og brot á því varða háum sektum. Svo er það bundna slitlagið í þessari vegöxl á Reykjanesbrautinni sem er miklu grófara en malbikið og í raun hættulegt að keyra á 90km hraða á því, þó það hafi verið lagað eftir fjölda kvartana?
Fyrst þegar vegaxlinar voru settar upp þá fylltist akbrautin af grjóti og skapaði stórhættu. Ég veit um marga sem vilja alls ekki fara út á vegöxlina, sérstaklega á leiðinni til Keflavíkur því þeim megin eru ljósastaurarnir. Tilfinningin á að sjá stauranna þjóta framhjá bílnum á 100km hraða og í aðeins 1 og 1/2 metra fjarlægð frá hliðarspeglinum er mjög óþægileg fyrir marga. Prófi hver fyrir sig.

Ég er sammála Jóhannesi Jenssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni í Keflavík um að vegöxl er ekki hluti af akbraut og ég er ekki sammála Sigurði Helgasyni hjá umferðarstofu um að vegaxlir séu fyrir hægari umferð. Hægari umferð á að vera á hægri akrein, vegöxl er ekki akrein. Vegöxl er á flestum stöðum í heiminum ætluð fyrir kyrrstæða bíla (sem eru með sprungið dekk o.s.frv.) Ég tel að akstur á vegöxl sé hættulegt í öllum tilfellum því að ökumaður á vegöxl á nær enga möguleika á að bregðast við óvæntum aðstæðum.
-Hvert á ökumaður á vegöxl, sem er að hleypa bíl framúr sér, að víkja ef hann sér skyndilega kyrrstæðan bíl fyrir framan sig?? (Aðstæðurnar geta auðveldlega komið upp).

Þessvegna hefði átt að vera löngu búið að gera 2 akreinar í hvora átt, hafa vegaxlir á báðum leiðum og gera sérstakan hjólreiðastíg meðfram Reykjanesbrautinni.

Í dag virðast ökumenn aka Reykjanesbrautina oft á eigin forsendum. Þar virðist skiptingin á milli þeirra sem aka brautina oft og þeirra sem aka hana sjaldan vera mjög skýr. Ég nenni ekki að skrifa um nein dæmi enda eru þau mýmörg og allir sem hafa ekið Reykjanesbrautina vita hvað ég á við. Einnig eru til ótrúleg dæmi um framúrakstur á vegöxlinni sem eitt og sér sýnir hve sum gáfumenni verða ótrúlega vitlaus þegar þeir eru með bensíngjöf við fótinn og stýri í hönd.

Ég veit að það vantar sum atriði í greinina en til þess eru svörin :)
___________________________________________________