Ég hef tekið eftir því að ákveðinn misskilningur virðist ríkja um Jafnréttislögin(Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna) og hvernig þau virka. Maður hefur heyrt talað um að konur geti notað þau til að ná störfum af hæfari karlmönnum og jafnvel látið reka karlmenn til að koma sér í vinnu. Ég hef jafnvel heyrt þessu líkt við jákvæða mismunun sem er algjör misskilningur og í raun ótrúlegt að fólk skuli rugla þessum tveim hlutum saman nema þá að fólk viti einfaldlega ekki hvað þessi lög merkja og hvað jákvæð mismunun er.

Eitt af því sem lögin bjóða uppá er að fyrirtæki hafa rétt til að hvetja það kyn sem er í minnihluta í þeirri starfsgrein eða því fyrirtæki sem sótt er um í sérstaklega til að sækja um.

Þegar ráða á í stöður í fyrirtæki þarf að gefa út hvort standast þurfi ákveðnar hæfniskröfur. Vinnulöggjöfin segir að ráða skuli þann sem best uppfyllir þær kröfur. Jafnréttislöginn skylda ríkissfyrirtæki og beina því til annara fyrirtækja að ef tveir eða fleiri umsækjendur teljist hæfastir þá skuli ráða umsækjanda af því kyni sem er í meirihluta í þeirri starfsgrein og/eða fyrirtæki.

Í lögunum segir að tímabundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til að bæta stöðu karla eða kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu gangi ekki gegn þessum lögum.
En til þess að til þessara aðgerða komi þarf að fá sérstakt leyfi og er þess þá getið í auglýsingum.

Lögin veita ekki leyfi til að segja starfskrafti upp til að ráða starfskraft af öðru kyni í staðinn.

Mikið hefur verið talað um nýlegt tilfelli þar sem kona kvartaði til jafnréttisstofu vegna þess að hún fékk ekki starf á skipi sem hún sótti um. Ég vil taka það fram að eftir því sem ég best veit hefur þetta ekki verið kært en jafnréttisstofa kom þessu á framfæri við viðeigandi útgerð.

Margir brugðust við þessu með því að segja að konur ættu ekkert erindi að vinna á sjó og þarna væri hún að reyna að láta reka karlmann til að koma sér að.
En ef menn hefðu kynnst sér málið betur þá kom fram að konur hafa margsinnis verið ráðnar á skip hjá þessari útgerð og hafa m.a. starfað á umræddum togara.

Ath. ég er einungis að skrifa þessa grein til að benda á nokkra hluti sem mér hefur fundist vera misskildir í umræðunni hingað til.

Lögin getið þið fundið hér:http:// www.althingi.is /lagas/128b/2000096.html

munið að laga bil á milli o.s.frv.
If you start the day doing nothing, when do you know when you've finished?