ok… nú er ég að vinna í búð, á kvöldin og mér finnst fátt leiðinlegra en fólk sem kann ekki að versla… maður gæti haldið að sú athöfn að fara út í búð og kaupa í matinn eða hvað sem er gæti verið mjög auðveld og það er hún í raun og vera… en það eru alltaf einhverjir sem ná að klúðra þessu, og það fer í taugarnar á öllum… mér ætti svo sem allveg að vera sama… ég þarf hvort eð er að vera í búðinni þangað til að vaktin mín er búin… en það er fólk sem nennir engan vegin að hanga í búðinni af því að sumir er svo miklir slugsar og “kunna” ekki að versla. sérstaklega í búðum eins og 10-11 þar sem mottóið er að maður sé snöggur að því

sko… þetta er allveg ótrúlega auðvelt… og ég ætla aðeins að hjálpa ykkur sem eigið í smá vandræðum að höndla þetta.

fyrst… áður en maður fer í búðina er gott að ganga úr skugga um það að maður sé með pening/kort á sér… og gott er að kortið sé með innistæðu… og ef maður ætlar að borga með ávísun sem er þegar búið að skrifa á… þá bara því miður… það er ekki hægt… það verður að skrifa hana í búðinni og framvísa bankakorti… þetta er gert vegna öryggisástæðna… ekki vegna þess að búðin vilji ekki fá ávísanir.
líka áður en maður fer í búðina er gott að gera svokallaðann “tossalista” og skrifa niður allt sem maður ætlar sér að kaupa, þá þarf maður ekki að eyða tíma í búðinni í það að ákveða hvað maður ætlar að kaupa sér að borða, öllum er samt velkomið að eyða eins löngum tíma og hver vill í búðinni… en ég efast um að einhver nennir því.

Þegar maður er svo komin í búðina… þá er mjög sniðugt að taka kerru eða körfu til að setja hlutina sem maður ætlar að kaupa í. þess þarf þó ekki ef ætlunin er bara að kaupa mjög fáa hluti. Það er mjög sniðugt að setja þungu hlutina neðst í körfuna/kerruna og léttu og viðkvæma hluti eins og t.d. ávexti ofarlega í körfuna/kerruna.
Áður en maður fer svo í röðina… þá er mjög gott að fara yfir það í huganum hvort að maður hafi gleymt einhverju, svo að maður þurfi ekki að fara úr röðinni til að ná í eitthvað.
Ef það skyldi svo gerast að maður muni eftir að hafa gleymt einhverju þegar maður er í röðinni… það er örugglega í lagi að maður skjótist að að ná í hlutinn, en gott að vera eins fljótur og maður getur svo að fólkið fyrir aftan mann þurfi ekki að bíða endalaust.

Á kassanum:
Verið með peningana tilbúna eða kortin… ekki hafa það þannig að þið þurfið að fara ofan í töskurnar ykkar að leita að peningaveskjunum. það sparar þvílíkan tíma.
og líka eitt… það er ekki sniðugt að vera búin að setja nokkra hluti á kassann… og labba síðan í burtu til þess að fá sér bland í poka í nammibarnum, þó svo að það sé engin röð þá getur myndast röð á þeim tíma sem maður er að velja sér bland í poka. Maður verður líka aðeins að hugsa um að annað fólk nennir ekki að bíða eftir að maður sé búin að setja nammið í poka, maður yrði eflaust pirraður sjálfur ef það væri einhver manneskja á undan manni sem væri endalaust lengi að fá afgreiðslu, af því að hún skellti um 20 hlutum upp á borðið og ákvað síðan allt í einu að fá sér bland í poka, og allir þurfa að bíða eftir henni.

þegar maður raðar hlutunum á kassann þá er sniðugt að setja þungu hlutina fyrst, Mjólkina, djúsið og svoleiðis hlut og setja ávextina síðast… þetta er gert svo að maður geti byrjað á því að setja mjólkina í poka og ávextina ofan á hana svo að þeir kremjist ekki.
Byrja líka á því að stafla upp á kassann og taka svo pokann… pokinn þarf ekki að fara í gegnum skannann á kassanum, kassamanneskjan sér um að pokinn fari á reikninginn. Byrja síðan strax og hægt er að raða ofan í pokann

Endilega gangið frá kerrunum þegar þið eruð búin að nota þær… þær eru fyrir öllum hinum ef þið bara skiljið þær eftir við kassann, það er ekkert mál… bara tosið þær fram fyrir kassann… það er ekkiert það mikilvægt að þið gangið allveg frá þeim… en það væri allveg frábært ef þið mynduð allavegana taka þær fram fyrir kassan, svo þær séu ekki fyrir röðinni

Svona er þetta auðvelt… og ég veit að það geta þetta allir, og um 95% af viðskipta vinum mínum eru mjög klárir við þetta… en það er alltaf einn og einn sem er ekki eins klár og hinir… en hérna er þá komnar leiðbeiningar fyrir þá.

Góða skemmtun :)
kv
Hugsandi
“ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn”